Það eina sem er lengra en titillinn á þessari mynd er myndin sjálf. Hún er nefnilega litlar 160 mínútur og ekki með nokkru móti sú hraðasta. Fólk var farið að dæsa og andvarpa meira og meira og hærra og hærra eftir því sem leið á myndina og ég skildi það fullkomlega. Ég var samt sem áður ekki einn dæsaranna.
Myndin fjallar um síðustu árin í lífi útlagans Jesse James (Brad Pitt) og sambandi hans við einfeldninginn Robert Ford (Casey Affleck) sem hefur ídólíserað Jesse alla sína æfi. Það þarf varla að taka það fram að Robert Ford endar auðvitað á því að myrða Jesse vegna öfundar, reiði og græðgi; 3 dauðasyndir á einu bretti, takk fyrir. Og eins og ég minntist áður á þá tekur myndin sér mjög góðan tíma í að útskýra alla málavöxtu, sem og til þess að sýna löng skot af kornökrum, snjóbreiðum, fjöllum og shitload af skýjum.
Landslagsmyndirnar fóru samt alls ekkert í taugarnar á mér, ólíkt öðrum bíógestum sem dæstu enn meira þegar einn akurinn í viðbót birtist á tjaldinu, og mér fannst þessi landslagsskot bara ofboðslega falleg og glæsileg. Og með tónlist Nick Cave og Warren Ellis urðu þau bara enn fallegri.
Það fór þó aðeins meira í taugarnar á mér tíminn sem fór í allar litlu aukapersónurnar í myndinni. Það hefði vel verið hægt að klippa niður nokkur atriðin þeirra og sparað þar með dágóðan tíma, eða þá henda inn sólarlagsmyndum.
Casey Affleck sýnir það hér, og ekki í fyrsta sinn, að hann er miklu betri en stóri bróðir sinn. Casey er mjög trúverðugur sem Robert Ford og það er sama hvað Robert Ford er mikill heigull og aumingi, maður finnur alltaf svolítið til með honum. Nema eftir að hann drepur Jesse, þá er hann hrokafullur aumingi og skræfa og maður bíður bara eftir því að hann verði sjálfur myrtur. Þar koma kannski líka inn 150 mínúturnar sem höfðu liðið. Brad Pitt er einnig ferlega góður sem Jesse James. Ofsóknaræðið og netta geðveikin verður mjög trúverðug.
Til að gera langa sögu um mjög langa sögu mjög stutta:
Of langt en annars glæsilegt verk.
* * * * af 5.
föstudagur, 7. desember 2007
Michael Clayton
George Clooney er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur alltaf verið (nema sem Batman - hann má skammast sín fyrir þann viðbjóð) og þess vegna fékk ég nokkurn áhuga á því að sjá Michael Clayton.
Ég finn smá lykt af Óskarsverðalaunum.
Ég get eiginlega ekki sagt annð.
George Clooney er bara helvíti flottur sem „reddarinn“ Michael Clayton. Hann (sem og handritshöfundurinn að sjálfsögðu) nær að skapa þennan sympatíska og svala karakter sem maður fer að óska alls góðs eftir því sem líður á myndina.
Myndin fjallar sem sagt um Michael Clayton, „reddara“ hjá stóru lögfræðifirma. Hann tekur að sér verkefni sem virðist fyrst vera nokkuð einfalt en það vindur síðan upp á sig svona líka svakalega og verður ansi stórt vandamál og jafnvel skaðlegt fyrir aðilana sem því tengjast.
Ég vil helst ekki fara nánar út í atburðarrásina, þar sem plottið er það mest spennandi við myndina.
Það eru engar massífar hasarsenur, engir drepfyndnir brandarar, engin krassandi kynlífsatriði, heldur er þetta bara flott lögfræðisakamálamynd.
Með George Clooney.
Helsti gallinn við hana er að hún er stundum of hæg. Ég er venjulega nokkuð hrifinn af hægum myndum, svo lengi sem seinagangurinn þjónar einhverjum tilgangi. Á köflum var erfitt að sjá þann tilgang.
* * * af 5.
Ég finn smá lykt af Óskarsverðalaunum.
Ég get eiginlega ekki sagt annð.
George Clooney er bara helvíti flottur sem „reddarinn“ Michael Clayton. Hann (sem og handritshöfundurinn að sjálfsögðu) nær að skapa þennan sympatíska og svala karakter sem maður fer að óska alls góðs eftir því sem líður á myndina.
Myndin fjallar sem sagt um Michael Clayton, „reddara“ hjá stóru lögfræðifirma. Hann tekur að sér verkefni sem virðist fyrst vera nokkuð einfalt en það vindur síðan upp á sig svona líka svakalega og verður ansi stórt vandamál og jafnvel skaðlegt fyrir aðilana sem því tengjast.
Ég vil helst ekki fara nánar út í atburðarrásina, þar sem plottið er það mest spennandi við myndina.
Það eru engar massífar hasarsenur, engir drepfyndnir brandarar, engin krassandi kynlífsatriði, heldur er þetta bara flott lögfræðisakamálamynd.
Með George Clooney.
Helsti gallinn við hana er að hún er stundum of hæg. Ég er venjulega nokkuð hrifinn af hægum myndum, svo lengi sem seinagangurinn þjónar einhverjum tilgangi. Á köflum var erfitt að sjá þann tilgang.
* * * af 5.
Das Cabinet des Dr. Caligari
Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að þetta er elsta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Ekki að það skipti nokkru máli... bara skemmtileg staðreynd.
Það er ekki hægt að taka það af Dr. Caligari að myndin er ansi skrautleg. Allar sviðsmyndir eru frekar listrænar og oft ansi súrar. En þær passa fullkomlega við hið súra efni sögunnar: Morðóði svefngengillinn Cesare, sem lýtur að stjórn hins geðveika Dr. Caligari - eða hvað?
Nú verð ég að viðurkenna að ég er hreinlega ekki alveg viss hvert plotttvistið var, þar sem ég sofnaði í örstutta stund. En ég valdi greinilega afskaplega slæman tíma til að sofna, því þegar ég vaknaði aftur var allt í lausu lofti og maðurinn sem allur höfðu verið að elta var skyndilega farinn að elta einhvern annan. Þannig að ég er örlítið ráðvilltur.
En ástæðan fyrir svefninum (fyrir utan það að þetta var eldsnemma morguns) var að ég var bara ekkert allt of hrifinn af myndinni. Jú, jú - sviðsmyndin var flott og svefngengillinn skemmtilega krípí, en það var fátt annað sem vakti einhverja athygli mína. Tónlistin vakti reyndar athygli mína, en ekki á jákvæðan hátt. Það fór bara sjúklega í taugarnar á mér að öll tónlistin var leikin af einhverri slappri synthaorchestru. Frekar óspennandi.
Dr. Caligari var eflaust stórkostlegt meistaraverk á sínum tíma og hefur enn nokkurn sjarma, þá sérstaklega í sögulegum skilningi, en það var fátt sem höfðaði nokkuð til mín.
* * af 5.
Það er ekki hægt að taka það af Dr. Caligari að myndin er ansi skrautleg. Allar sviðsmyndir eru frekar listrænar og oft ansi súrar. En þær passa fullkomlega við hið súra efni sögunnar: Morðóði svefngengillinn Cesare, sem lýtur að stjórn hins geðveika Dr. Caligari - eða hvað?
Nú verð ég að viðurkenna að ég er hreinlega ekki alveg viss hvert plotttvistið var, þar sem ég sofnaði í örstutta stund. En ég valdi greinilega afskaplega slæman tíma til að sofna, því þegar ég vaknaði aftur var allt í lausu lofti og maðurinn sem allur höfðu verið að elta var skyndilega farinn að elta einhvern annan. Þannig að ég er örlítið ráðvilltur.
En ástæðan fyrir svefninum (fyrir utan það að þetta var eldsnemma morguns) var að ég var bara ekkert allt of hrifinn af myndinni. Jú, jú - sviðsmyndin var flott og svefngengillinn skemmtilega krípí, en það var fátt annað sem vakti einhverja athygli mína. Tónlistin vakti reyndar athygli mína, en ekki á jákvæðan hátt. Það fór bara sjúklega í taugarnar á mér að öll tónlistin var leikin af einhverri slappri synthaorchestru. Frekar óspennandi.
Dr. Caligari var eflaust stórkostlegt meistaraverk á sínum tíma og hefur enn nokkurn sjarma, þá sérstaklega í sögulegum skilningi, en það var fátt sem höfðaði nokkuð til mín.
* * af 5.
fimmtudagur, 6. desember 2007
The Kingdom
Ég sá einhvers staðar umsögn um The Kingdom sem lýsti henni einfaldlega sem „Syriana fyrir fífl“. Og það er þónokkuð til í því.
Plottið er afskaplega einfalt: Hópur bandarískra FBI-útsendara fer til Saudi-Arabíu og rannsaka hryðjuverkaárás þar í landi og verandi Hollywood mynd, þá finna þau kauða og myrða hann. Ónei, ég kjaftaði frá...
Jamie Foxx fer með hlutverk Ronald Fleury og gerir það eins og flest öll önnur hlutverk sem Jamie Foxx leikur - ofboðslega reiður og svalur á yfirborðinu, en mjúkur og tilfinningaríkur inni við beinið. Jennifer Garner er litlu merkilegri karakter. Chris Cooper er líklega skástur þeirra þriggja, en maður hefur kynnst þeim karakter, að manni finnst, nokkuð oft. Hann er sumsé þessi hressi, reyndi, en svona lúmskt pabbalegi gæinn í hópnum.
Það voru samt tveir hlutir sem stóðu upp úr í The Kingdom.
Í fyrsta lagi var ég nokkuð hrifinn af hasaratriðunum, þá sérstaklega „þessu stóra“ í lokin. Margir vina minna kvörtuðu undan myndavélahristingnum à la Bourne Ultimatum, en það fer einhvern veginn ekkert í taugarnar á mér, hvorki hér né í Bourne. Ef eitthvað eykur það bara frekar spennuna heldur en að trufla hana.
Í öðru lagi var það tónlistin. Danny Elfman er náttúrulega einn sá besti í bransanum og ég hef ekki enn rekist á Elfman soundtrack sem ég fíla ekki.
En The Kingdom skilur voðalega lítið eftir sig, nema kannski síðustu 2 atriðin, þegar aðilar beggja hliða málsins (Sádar og BNA-menn) lofa sömu réttlátu hefndum yfir hinum hópnum.
* * 1⁄2 af 5.
Plottið er afskaplega einfalt: Hópur bandarískra FBI-útsendara fer til Saudi-Arabíu og rannsaka hryðjuverkaárás þar í landi og verandi Hollywood mynd, þá finna þau kauða og myrða hann. Ónei, ég kjaftaði frá...
Jamie Foxx fer með hlutverk Ronald Fleury og gerir það eins og flest öll önnur hlutverk sem Jamie Foxx leikur - ofboðslega reiður og svalur á yfirborðinu, en mjúkur og tilfinningaríkur inni við beinið. Jennifer Garner er litlu merkilegri karakter. Chris Cooper er líklega skástur þeirra þriggja, en maður hefur kynnst þeim karakter, að manni finnst, nokkuð oft. Hann er sumsé þessi hressi, reyndi, en svona lúmskt pabbalegi gæinn í hópnum.
Það voru samt tveir hlutir sem stóðu upp úr í The Kingdom.
Í fyrsta lagi var ég nokkuð hrifinn af hasaratriðunum, þá sérstaklega „þessu stóra“ í lokin. Margir vina minna kvörtuðu undan myndavélahristingnum à la Bourne Ultimatum, en það fer einhvern veginn ekkert í taugarnar á mér, hvorki hér né í Bourne. Ef eitthvað eykur það bara frekar spennuna heldur en að trufla hana.
Í öðru lagi var það tónlistin. Danny Elfman er náttúrulega einn sá besti í bransanum og ég hef ekki enn rekist á Elfman soundtrack sem ég fíla ekki.
En The Kingdom skilur voðalega lítið eftir sig, nema kannski síðustu 2 atriðin, þegar aðilar beggja hliða málsins (Sádar og BNA-menn) lofa sömu réttlátu hefndum yfir hinum hópnum.
* * 1⁄2 af 5.
3:10 to Yuma
Í 3:10 to Yuma leika Russell Crowe og Christian Bale (gagnkynhneigða) kúreka.
Með byssur.
Og drepa fólk.
Hvað gæti klikkað?
Það er mjög fátt sem gæti klikkað og ennþá minna sem gerði það. Ég get ekki með nokkru móti talist mikill aðdáandi vestra og ég var aldrei eitt þeirra barna sem fílaði kúreka í botn. En það er samt eitthvað svalt við villta vestrið, þ.e. þegar það inniheldur ekki Will Smith og járnkönguló.
3:10 to Yuma réttir nokkuð mikið við ímyndina af kúrekum og gerir þá svala aftur í stað tilfinningaríkra homma (bókstaflega). Ekki það að Brokeback Mountain sé léleg mynd - alls ekki - en kúrekar eiga að vera töff. Og hvaða leikarar gætu mögulega verið betri til þess að gera eitthvað svalt nema Maximus og Batman? Ég bara spyr...
Sagan segir sumsé frá Dan Evans (Bale), fátækum bónda, sem fellst á að taka þátt í því að gæta hins alræmda glæpamanns Ben Wade (Crowe) á meðan þeir bíða eftir fangalest til Yuma, þar sem réttað verður yfir Wade. En það reynist ekki auðvelt verkefni, bæði vegna klíku Wade sem gera allt hvað þeir geta til að frelsa foringja sinn, og Wades sjálfs sem hefur mikið sálfræðistríð við Evans. Útkoman er töff, blóðug og spennandi.
Sagan er nokkuð töff og handritið er nokkuð heilsteypt, nema þegar fer að nálgast lok myndarinnar. Þá komu nokkrar ákvarðanir ákveðinna persóna mér verulega á óvart og virtust ekki „meika“ nokkurt „sens“. Ég fékk svolítið á tilfinninguna að það hefði vantað almennilegt showdown í myndina svo þeir hentu bara einu inn í lokin. Nú veit ég ekki...
Myndatakan var bara fín og mörg landslagsskotanna voru ansi glæsileg sem og margir skotbardaganna.
Ég veit ekki alveg hvort ég sé alveg sammála imdb.com um að þetta sé 172. besta mynd allra tíma en góð er hún samt og hækkar leikstjórann James Mangold enn meira í álíti hjá mér. Hann var þó þegar kominn á lista með hinni æðislegu Identity.
En eins og ég segi: Christian Bale og Russell Crowe með byssur...
* * * 1⁄2 af 5.
Með byssur.
Og drepa fólk.
Hvað gæti klikkað?
Það er mjög fátt sem gæti klikkað og ennþá minna sem gerði það. Ég get ekki með nokkru móti talist mikill aðdáandi vestra og ég var aldrei eitt þeirra barna sem fílaði kúreka í botn. En það er samt eitthvað svalt við villta vestrið, þ.e. þegar það inniheldur ekki Will Smith og járnkönguló.
3:10 to Yuma réttir nokkuð mikið við ímyndina af kúrekum og gerir þá svala aftur í stað tilfinningaríkra homma (bókstaflega). Ekki það að Brokeback Mountain sé léleg mynd - alls ekki - en kúrekar eiga að vera töff. Og hvaða leikarar gætu mögulega verið betri til þess að gera eitthvað svalt nema Maximus og Batman? Ég bara spyr...
Sagan segir sumsé frá Dan Evans (Bale), fátækum bónda, sem fellst á að taka þátt í því að gæta hins alræmda glæpamanns Ben Wade (Crowe) á meðan þeir bíða eftir fangalest til Yuma, þar sem réttað verður yfir Wade. En það reynist ekki auðvelt verkefni, bæði vegna klíku Wade sem gera allt hvað þeir geta til að frelsa foringja sinn, og Wades sjálfs sem hefur mikið sálfræðistríð við Evans. Útkoman er töff, blóðug og spennandi.
Sagan er nokkuð töff og handritið er nokkuð heilsteypt, nema þegar fer að nálgast lok myndarinnar. Þá komu nokkrar ákvarðanir ákveðinna persóna mér verulega á óvart og virtust ekki „meika“ nokkurt „sens“. Ég fékk svolítið á tilfinninguna að það hefði vantað almennilegt showdown í myndina svo þeir hentu bara einu inn í lokin. Nú veit ég ekki...
Myndatakan var bara fín og mörg landslagsskotanna voru ansi glæsileg sem og margir skotbardaganna.
Ég veit ekki alveg hvort ég sé alveg sammála imdb.com um að þetta sé 172. besta mynd allra tíma en góð er hún samt og hækkar leikstjórann James Mangold enn meira í álíti hjá mér. Hann var þó þegar kominn á lista með hinni æðislegu Identity.
En eins og ég segi: Christian Bale og Russell Crowe með byssur...
* * * 1⁄2 af 5.
Superbad
Hin týpiska unglingagamanmynd, t.d. American Pie, hefur venjulega fallið undir ákveðna lýsingu: Klámfengin, svolítið fyndin (venjulega ekki meira en svolítið), svo sem skítsæmilega leikin og frekar ómerkileg í flesta staði. Superbad er að miklu leyti ekkert öðruvísi.
Superbad fjallar að vísu um ögn yngri stráka en American Pie gerir, en hefur sama grunnplott: Unglingsstrákar gera allt til þess að fá að sofa hjá. Hér lofar Seth (Jonah Hill) gellunni Jules því upp í ermina á sér að hann muni útvega áfengi fyrir partýið hennar. Til að gera það fá Seth og besti vinur hans, Evan (Michael Cera), sér til aðstoðar ofurasnalega súpernördann Fogell (Christopher Mintz-Plasse) sem er svo heppinn að geta útvegað sér fölsuð skilríki. En þegar Fogell er laminn í áfengisversluninni og tveir lögreglumenn kallaðir á svæðið forða Seth og Evan sér og reyna að útvega áfengið upp á eigin spýtur á meðan Fogell fer á skrautlegan rúnt með þessum léttsnarklikkuðu lögreglumönnum.
Margar uppákomurnar eru ansi ófrumlegir og marga brandarana hefur maður heyrt oft áður, en þeir virka samt ágætlega. Er þá aðallega að þakka skemmtilegum leik. Þar verður sérstaklega að taka fram lögreglumennina tvo, leikna af Bill Hader og Seth Rogen. Þeir eru klárlega skemmtilegustu karakterar myndarinnar og það fer aldrei á milli mála að þeir voru gerðir í akkúrat þeim tilgangi.
Þegar uppi er staðið þá er þetta ekkert nema venjulega unglingagamanmynd, nema ögn fyndnari. Það er fátt sem hún skilur eftir sig, ef nokkuð, en ég fór líka ekki á hana til þess að sjá eitthvað áhrifaríkt listaverk. Ég fór á hana til að hlæja og það gerði ég. Nokkuð oft m.a.s.
* * * 1⁄2 af 5.
Superbad fjallar að vísu um ögn yngri stráka en American Pie gerir, en hefur sama grunnplott: Unglingsstrákar gera allt til þess að fá að sofa hjá. Hér lofar Seth (Jonah Hill) gellunni Jules því upp í ermina á sér að hann muni útvega áfengi fyrir partýið hennar. Til að gera það fá Seth og besti vinur hans, Evan (Michael Cera), sér til aðstoðar ofurasnalega súpernördann Fogell (Christopher Mintz-Plasse) sem er svo heppinn að geta útvegað sér fölsuð skilríki. En þegar Fogell er laminn í áfengisversluninni og tveir lögreglumenn kallaðir á svæðið forða Seth og Evan sér og reyna að útvega áfengið upp á eigin spýtur á meðan Fogell fer á skrautlegan rúnt með þessum léttsnarklikkuðu lögreglumönnum.
Margar uppákomurnar eru ansi ófrumlegir og marga brandarana hefur maður heyrt oft áður, en þeir virka samt ágætlega. Er þá aðallega að þakka skemmtilegum leik. Þar verður sérstaklega að taka fram lögreglumennina tvo, leikna af Bill Hader og Seth Rogen. Þeir eru klárlega skemmtilegustu karakterar myndarinnar og það fer aldrei á milli mála að þeir voru gerðir í akkúrat þeim tilgangi.
Þegar uppi er staðið þá er þetta ekkert nema venjulega unglingagamanmynd, nema ögn fyndnari. Það er fátt sem hún skilur eftir sig, ef nokkuð, en ég fór líka ekki á hana til þess að sjá eitthvað áhrifaríkt listaverk. Ég fór á hana til að hlæja og það gerði ég. Nokkuð oft m.a.s.
* * * 1⁄2 af 5.
miðvikudagur, 5. desember 2007
The General
Kynni mín af þöglum myndum eru ekki ítarleg. Þau byrjuðu þegar ég sá The Gold Rush eftir Chaplin í kvikmyndafræði í 9. bekk og enduðu einhverjum mánuðum seinna þegar ég sá Silent Movie eftir Mel Brooks. Og það voru engar þöglar myndir þarna á milli. Og ég þekkti ennþá minna til Buster Keaton, þannig að ég var ekki viss um hvað ég var að fara út í þegar við horfðum á The General í tíma eitthvert miðvikudagseftirmiðdegið.
Sagan segir frá Johnny Gray, einföldum lestarstjóra, sem fellur í ónáð hjá ástinni sinni, Annabelle Lee, þegar honum er ekki hleypt í Suðurríkjaherinn í borgarastyrjöld Bandaríkjanna. En þegar lestinni hans er rænt, með Annabelle innanborðs, fer Johnny einn síns liðs á eftir þeim í von um að bjarga báðum ástunum í lífi hans: Annabelle og lestinni.
Í fyrsta lagi er þetta ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Buster Keaton er algjörlega frábær sem hinn klaufski, en samt sem áður lúmskt lipri, Johnny og það voru ófáar senurnar þar sem hann gerði ekki annað en að hlaupa fram og aftur um lestina sína þar sem ég skellti upp úr. Svo gott er látbragðið.
Það er voða lítið annað við myndina sem vakti einhverjar ákveðnar skoðanir hjá mér, hvort sem var góðar eða slæmar. Sagan er afskaplega einföld og tónlistin nokkuð skemmtileg. Ég verð reyndar að minnast á kvikmyndatökuna. Kannski er það reynsluleysi mitt af þöglum myndum sem kemur hér inn, en kvikmyndatakan kom mér mjög á óvart. Hún var hreinlega miklu betri en ég átti von á. Öll skot af lestarsenunum voru ferlega góðar og voru einhvern veginn miklu líkari því sem maður sér í dag en ég hafði búið mig undir. En eins og ég segi - kannski var þetta staðallinn þá og ég hef lifað í einhverri sjálfsblekkingu, ég veit það ekki.
The General er frábær klassík og gríðarlega eigulegt verk.
* * * * 1⁄2 af 5.
Shoot 'em Up
Clive Owen treður gulrót upp í kjaftinn á glæpamanni og kýlir henni svo út um hnakkann á honum með orðunum "Eat your vegetables".
Það líða kannski 40 sekúndur áður en þessi fyrsti gæi er drepinn í snilldinni sem er Shoot 'em Up, og þvílík leið til að drepa einhvern. Það þarf líklega ekki að taka það fram að á næstu 86 mínútunum drepur Clive Owen, sem leikur sjúklega reiðu snilldarskyttuna Smith, tugi manna og er hvert morðið skrautlegra en það sem á undan fór.
Shoot 'em Up er svo yndislega over the top að ÖLLU leyti að í stað þess að vera klisjukennd og hallærisleg verður hún ótrúlega fyndin. One-linerar eru alls staðar og öllum lögum eðlisfræðinnar er grimmilega misþyrmt til þess eins að gera Smith svalari en Chuck Norris og Steven Seagal til samans.
Til dæmis má nefna það þegar Smith klessir bílnum sínum, beltislaus, beint framan á sendiferðabíl glæpamannanna, hendist út um rúðuna og inn í sendiferðabílinn og skýtur alla sem eru þar inni í örfáum skotum og segir: "So much for seatbelts". Það var klappað í bíósalnum yfir þessari snilld - eðlilega.
Sagan segir sem sagt frá hinum reiða Smith, sem á sér afar dularfulla fortíð, sem lendir í því að bjarga barni frá einstaklega óhæfum glæpamönnum, sem leiddir eru af hinum ofurilla Hertz (Paul Giamatti). Smith fær svo kynþokkafullu vændiskonuna Donnu Quintano (Monica Bellucci) sér og ungbarninu til aðstoðar.
Afskaplega frumlegt og djúpt plott.
En manni verður svo algjörlega sama up söguþráðinn því allar skynsamlegar hugsanir manns drukkna í one-linerum, skotbardögum og kynlífssenum - jafnvel öllu þrennu á sama tíma. ("Talk about shooting your load!")
Það er langt síðan ég hef skemmt mér svona hrikalega vel í bíó og þegar öllu er á botninn hvolft - er það ekki helsti tilgangurinn með bíómyndum?
* * * * 1⁄2 af 5.
þriðjudagur, 4. desember 2007
Veðramót
Maður fer alltaf á íslenskar bíómyndir með vissar væntingar í huga, eða í mínu tilfelli meira með vissan skort á væntingum. Ég geri einhvern veginn alltaf ráð fyrir því að íslenskar kvikmyndir séu miklu lakari en erlendar og er það hreinlega vegna þess að oftar en ekki hefur það reynst satt.
Veðramót fellur að miklu leyti utan þeirrar skilgreiningar, mér til mikillar furðu. Sagan fannst mér bara nokkuð heilsteypt og ég tók ekki eftir neinu sérstöku í sambandi við handritið sem fór eitthvað í taugarnar á mér.
En það er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið neitt sem fór í taugarnar á mér, því það voru element sem fóru virkilega í mig. Þá sérstaklega það sem hefur verið einn stærsti gallinn við íslenskar kvikmyndir: leikararnir.
Það sést alltaf svo óþægilega greinilega hvað íslenskir leikarar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru mikið að leika. (Það eru til undantekningar, en þær eru ekki margar). Til að mynda fannst mér Tinna Hrafnsdóttir ekki mjög trúverðug í sínu hlutverki og þannig séð ekki Atli Rafn heldur. Og við skulum ekki einu sinni ræða ungu krakkana (ég verð samt að taka fram að Ugla og Gunnur fannst mér skila sínu nokkuð vel - og Hera Hilmars á köflum).
Hilmir Snær var fínn og Jörundur var frábær. Hann var eini karakterinn sem virkilega stóð ljóslifandi fyrir mér í þessari mynd. Jörundur var karakterinn sinn, ekki hann sjálfur að leika karakterinn sinn.
En þrátt fyrir þetta var ég bara nokkuð sáttur við Veðramót. Ögn hæg á köflum, en kom efni sínu nokkuð vel til skila.
* * * af 5.
miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Mr. Brooks
Skellti mér í bíó á Mr. Brooks fyrir nokkru síðan (16. september) og vissi ekki nákvæmlega hvað ég var að fara að sjá. Átti allra helst von á, miðað við treilerinn, einhverri sálfræðidrama um togstreituna milli fjölskyldu-/atvinnumannsins Mr. Brooks og fjöldamorðingjans Mr. Brooks.
Að vissu leyti fékk ég það sem ég vildi. Auk þó nokkurs magns af hasar.
Nú myndu margir gera ráð fyrir því að það væri bara skref til hins betra, en svo var ekki raunin. Mesti hasarinn kom nefnilega Mr. Brooks ekkert við. Hann snerist að mestu leyti um söguna af Demi Moore, framasækinni lögreglukonu sem stendur í erfiðum skilnaði. Verst að sú hliðarsaga tók of mikinn tíma miðað við áhrif hennar á aðalsöguna um Mr. Brooks. Og það fór örlítið í mig.
En ef við lítum nú framhjá Demi og hennar veseni og einblínum á Mr. Brooks sjálfan þá horfir allt öðru og miklu betra við. Mr. Brooks er sumsé virtur viðskiptamaður en jafnframt alræmdur og snargeðveikur fjöldamorðingi. Kevin Costner fannst mér ferlega svalur sem Brooks og var eitthvað svo skemmtilega hjartalaus og kaldur, en samt svo eðlilegur. Að vissu leyti eins og Dexter í samnefndum snilldarsjónvarpsþáttum sem ég mun taka fyrir seinna.
Ekki er William Hurt síðri sem Marshall, ímyndaður og alveg jafn sturlaður samstarfsmaður Brooks.
Dane Cook kom líka skemmtilega á óvart sem léttklikkaður ljósmyndari sem vill ekkert meira en að prófa að myrða einhvern og nýtir sér Mr. Brooks til að koma því í verk. Nokkuð betri hér en í t.a.m. draslinu Employee of the Month.
Allt lúkk á myndinni er nokkuð myrkt og/eða stílhreint - mjög mikið eins og karakter Mr. Brooks. A.m.k. á yfirborðinu. Ég man eiginlega voða lítið eftir öðru í sambandi við myndina, en þar sem ég geri það ekki þá má ætla það að það hafi hvorki verið sérstaklega frábært né arfaslakt.
En heildarfílingurinn lagðist vel í mig og frammistaða Costners og Hurts gera því þessa mynd það góða að hún verðskuldar hin ágætustu meðmæli mín.
* * * * af 5.
fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Knocked Up
Ég vil byrja á því að benda á það augljósa - djöfull sökka ég í að sinna þessari lesbók minni. En þetta er mitt fyrsta skref í átt að betri vinnubrögðum. Það er hins vegar spurning hvenær ég mun þreytast á göngunni...
En ég fór á Knocked Up í bíó fyrir tveimur mánuðum (svo gott sem upp á dag) með þónokkrar væntingar. „ Plot átlænið“ heillaði mig ekkert sérstaklega og Seth Rogen kveikti þannig séð ekkert í mér, en það var hins vegar Judd Apatow sem gaf mér ástæðuna til að fara að sjá hana. Það er ansi sannfærandi að hafa leikstýrt jafn óvenjugóðri gamanmynd eins og The 40 Year Old Virgin.
Myndin segir sumsé frá Ben Stone, óttalegum lúser, sem býr með vinum sínum, alveg jafn miklir lúserar, og hefur þau glæstu markmið í lífinu að setja upp vefsíðu fulla af kvikmyndanektarsenum. Hann kynnist sjónvarpskynninum Alison á e-u skralli og gerir hana ólétta. Smooth gaur.
Afskaplega einfalt plot í sjálfu sér en virkar furðulega vel. Alveg eins og með The 40 Year Old Virgin, þá er Knocked Up ekki nærri því eins vitlaus og maður býst við í fyrstu. Í myndinni eru óvenju djúpar (miðað við svona mynd) samræður og boðskapurinn leynir ekki á sér.
Leikararnir eru stórskemmtilegir, og þá var ég sérstaklega hrifinn af sambandi Ben og eiginmanns systur Alison, Pete (leikinn af Paul Rudd). Samtölin milli þeirra eru stórskemmtileg og maður kaupir vináttu þeirra algjörlega. Síst fannst mér eiginlega Katherine Heigl í hlutverki Alison. Ég veit ekki hvað það var, en það var bara eitthvað við hana sem ég fílaði ekki.
Ég fór því fullkomlega ánægður út úr bíóinu. Ég hafði búið mig undir heimskulega fyndna, en samt sérkennilega raunhæfa og rómantíska bíómynd og ég fékk eiginlega nákvæmlega það sem ég vildi. Hún er a.m.k. alls ekki síðri en The 40 Year Old Virgin.
Klárlega meðmælanleg mynd!
* * * 1⁄2 af 5
sunnudagur, 14. október 2007
Auf der anderen Seite (Himinbrún)
Ég hafði ekki planað sérstaklega að fara á þessa mynd. Ég ætlaði í rauninni á "4 mánuði o.s.frv." kvöldið áður en þar sem það var uppselt, þá ákvað ég í staðinn að skella mér á þessa í nánast algjörri blindni.
Myndin segir frá ungum tyrkneskum þýskuprófessor, Nejat Aksu, sem gerir sér ferð til Istanbúl í leit að dóttur fyrrum kærustu föður síns sem er eftirlýst fyrir pólitískar mótmælaaðgerðir. Myndin er eiginlega í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn einbeitir sér að föður Nejats, Ali, og sambandi hans við vændiskonuna Yeter sem hann basically kaupir og gerir að kærustunni sinni. En það samband endar með ósköpum þ.a. Ali er dæmdur í fangelsi. Í kjölfarið fer Nejat til Istanbúl í leit að Ayten, dóttur Yeter. Seinni hlutinn segir hins vegar sögu Ayten, sem flýr frá Istanbúl til Þýskalands og kynnist þar Lotte, ungum háskólanema. Ayten er síðan rekin úr landi og fangelsuð í Tyrklandi og Lotte gerir allt sem í hennar valdi stendur til að fá hana lausa.
Sögurnar tvær tengjast svo á ýmsa vegu og mynda góða heild.
Himinbrún er ekki hraðasta mynd sem ég hef séð. Langt í frá. En hún verður samt aldrei leiðinleg. Er þar líklega hægt að þakka flottu handriti, góðri tónlist og mjög góðum leik. Ég tók ekkert allt of mikið eftir myndatökunni, fyrir utan síðasta skot myndarinnar. Þar sest Nejat niður á strönd og horfir út á sjóinn. Það er afar glæsilegt skot og það sem mér fannst merkilegast var að það skot entist út stóran part af kreditlistanum. Það lengi að maður var farinn að halda að það væri eitthvað meira eftir, þ.a. fólk var mjög lengi að standa upp í lok myndar og gerði það þá afar hikandi. En það virtust allir mjög sáttir.
A.m.k. var ég það.
* * * * af 5
Myndin segir frá ungum tyrkneskum þýskuprófessor, Nejat Aksu, sem gerir sér ferð til Istanbúl í leit að dóttur fyrrum kærustu föður síns sem er eftirlýst fyrir pólitískar mótmælaaðgerðir. Myndin er eiginlega í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn einbeitir sér að föður Nejats, Ali, og sambandi hans við vændiskonuna Yeter sem hann basically kaupir og gerir að kærustunni sinni. En það samband endar með ósköpum þ.a. Ali er dæmdur í fangelsi. Í kjölfarið fer Nejat til Istanbúl í leit að Ayten, dóttur Yeter. Seinni hlutinn segir hins vegar sögu Ayten, sem flýr frá Istanbúl til Þýskalands og kynnist þar Lotte, ungum háskólanema. Ayten er síðan rekin úr landi og fangelsuð í Tyrklandi og Lotte gerir allt sem í hennar valdi stendur til að fá hana lausa.
Sögurnar tvær tengjast svo á ýmsa vegu og mynda góða heild.
Himinbrún er ekki hraðasta mynd sem ég hef séð. Langt í frá. En hún verður samt aldrei leiðinleg. Er þar líklega hægt að þakka flottu handriti, góðri tónlist og mjög góðum leik. Ég tók ekkert allt of mikið eftir myndatökunni, fyrir utan síðasta skot myndarinnar. Þar sest Nejat niður á strönd og horfir út á sjóinn. Það er afar glæsilegt skot og það sem mér fannst merkilegast var að það skot entist út stóran part af kreditlistanum. Það lengi að maður var farinn að halda að það væri eitthvað meira eftir, þ.a. fólk var mjög lengi að standa upp í lok myndar og gerði það þá afar hikandi. En það virtust allir mjög sáttir.
A.m.k. var ég það.
* * * * af 5
Helvetica
Þegar ég rak augun í tilkynningu um Helvetica þá ákvað ég samstundis að þetta væri mynd sem ég þyrfti að sjá. Ekki vegna þess að ég er svo mikill áhugamaður um leturgerðir og hönnunarsögu. Þvert á móti. Ég hreinlega varð að fara á hana til að geta sagst hafa farið á heimildarmynd um font. Ég var líka bara ansi forvitinn að vita hvernig hægt væri að gera eins og hálfs tíma heimildarmynd um font.
Myndin segir sem sagt frá sögu leturgerðarinnar Helvetica og áhrif hennar á heim hönnunar, sem voru nokkuð mikil. Fyrst er rætt við hina ýmsu leturgerðarmenn, bæði þá sem komu að gerð Helvetica sem og aðra sem sögðu einfaldlega skoðanir sínar á þessum merka fonti. Einnig er mikið rætt um áhrifin sem Helvetica hafði á auglýsingaheiminn, en Helvetica var svo ferskur fontur og "straight to the point" að í kjölfar hans spratt um ný tegund auglýsinga. Eftir því sem líður á myndina er síðan farið örlítið út fyrir sviðið og rætt um almenna hönnun.
Það sem kom mér mest á óvart í sambandi við þessa mynd var að hún var nokkuð áhugaverð. A.m.k. miklu áhugaverðari en ég hafði búið mig undir, því - ég meina - hún er um font. Það var einnig ansi skemmtilegt að heyra með hve miklum eldmóði hönnuðurnir töluðu um Helvetica. En það þurfa líklega einhverjir að hafa áhuga á þessum hlutum.
Myndin dettur þó niður á köflum og maður átti það til að líta á úrið við og við, enda kannski erfitt að búa til mynd um efni sem þetta sem heldur manni hugföngnum í 90 mínútur. Þ.e.a.s. nema að maður sé mikið inni í þessum bransa.
Á heildina litið var Helvetica bara nokkuð áhugaverð og hin sæmilegasta skemmtun. Þrátt fyrir það efast ég stórlega um að ég muni nokkurn tímann nenna að horfa á hana aftur. Því hún er nú einu sinni bara um font.
* * 1⁄2 af 5
miðvikudagur, 19. september 2007
Topp 10 listinn (2/2)
6. Oldboy
Þetta er fjórða ó-bandaríska myndin á þessum lista mínum og jafnframt sú besta sem ég man eftir í augnablikinu.
Ég tók þessa mynd á videoleigu fyrir nokkrum árum í algerri blindni. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd og vissi í raun ekkert hvað ég var að gera.
Þetta var eflaust einn ánægjulegasti videoleigugrís ævi minnar.
Oldboy er...
...svo flott (plottið og heildarlúkkið),
...svo hrottaleg (plottið og hin ýmsu blóðugu atriði),
...svo falleg (tónlistin og heildarlúkkið),
...svo framandi (kóresk) að ég hreinlega gat ekki annað en sett hana á listann.
Eftir að hafa séð Oldboy þá fór ég líka að kynna mér aðrar myndir eftir Chan-Wook Park, svo sem Lady Vengeance og Sympathy for Mr. Vengeance sem eru báðar mjög ofarlega á lista.
En, já, Oldboy = æði.
5. Crash
Falleg og áhrifarík mynd. Ein sú áhrifaríkasta sem ég man eftir. Ég hef sjaldan, ef nokkurn tímann, sokkið svo djúpt inn í bíómynd að ég var næstum því staðinn upp í bíóinu vegna eins eða tveggja atriðanna.
Góður boðskapur, falleg tónlist og mjög góður leikur í öllum hlutverkum. M.a.s. rapparinn Ludacris var bara nokkuð trúverðugur í sínu hlutverki.
Ég er enn fúll út í alla fjölmiðlana sem drullaði yfir það þegar Crash vann óskarinn fyrir bestu mynd á sínum tíma. Og enn fúlli yfir að lagið "In the Deep" úr henni hafi tapað fyrir "It's Hard Out There for a Pimp" úr Hustle & Flow.
En hvað um það - myndin er samt sem áður æðisleg.
4. Fight Club
Vá, hvað ég var hrifinn af þessari! Alveg frá fyrstu mínútu var ég búinn að ákveða það með sjálfum mér að þetta væri æðisleg mynd. Edward Norton er verulega svalur og Brad Pitt alveg yndislega snargeggjaður. Ekki skemmir fyrir að þessi mynd inniheldur eitt svalasta plott tvist sem ég man eftir. Hugmyndin per se kannski ekki sú frumlegasta en framkvæmdin er frábær.
Ein svalasta mynd sem ég hef séð og hún er eflaust aðalástæðan fyrir hrifningu minni á David Fincher sem leikstjóra.
3. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Besta mynd Jim Carrey fyrr og síðar. Aldrei hefur hann leikið eins vel og í þessari ótrúlega frumlegu og æðislegu mynd. Bara söguþráðurinn út af fyrir sig er nógu góð ástæða fyrir því að hrífast af þessari mynd - Charlie Kaufman er verulega brenglaður snillingur.
Myndin er svo falleg og, þrátt fyrir súrrealísku hugmyndina á bakvið hana, svo raunveruleg, einhvern veginn. Hún er nefnilega nánast algjörlega laus við allt sykurhúðað Hollywood sjitt sem á það mjög gjarnan til að skemma annars mjög góðar myndir.
Frábær í alla staði.
2. The Shawshank Redemption
Það þarf varla að að segja það hve æðisleg þessi mynd er. Ég hef ekki ennþá hitt aðila sem finnst hún ekki frábær og ég á í raun og veru ekki von á því að gera það nokkurn tímann. Svo æðisleg er hún. En eins og ég segi, það þarf varla að minnast meira á þessa mynd. Ég meina, hún er í 2. sæti á IMDB.
Enough said.
1. Garden State
Mér finnst réttast að taka það fram að ég sá þessa mynd *áður* en ég ánetjaðist Scrubs þannig að það er ekki hægt að túlka ást mína á þessari mynd sem einhverja blinda Zach Braff ást.
Ég tók hana á leigu fyrir einhverjum sumrum síðan eftir að hafa séð trailerinn í bíó nokkrum mánuðum áður. Ég veit ekki hvað það var við trailerinn, en hann bara virkaði á mig. Alveg frá því ég sá hann fyrst langaði mig ofboðslega mikið að sjá Garden State. Kannski var það tónlistin, kannski var það lookið, kannski var það Natalie Portman, ég veit það hreinlega ekki.
En niðurstaðan varð sú að ég tók hana á leigu og horfði á hana eitthvert kvöldið.
Engin mynd hefur haft jafn mikil áhrif á mig og Garden State. Aftur, þá geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað það var, en hún skildi mig eftir í sjokki sem átti eftir að endast í nokkra daga. Hún er bara svo falleg og flott, eitthvað, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Að vísu svolítið sykurhúðuð - en mér var bara alveg sama.
Líklega sú mynd í DVD safninu mínu sem ég hef hvað oftast horft á (3 sinnum á fyrstu 4 dögunum eftir að ég fékk hana, takk fyrir (2 mismunandi commentary)).
Það var aldrei spurning um hvar á listanum Garden State ætti heima.
Klárlega besta mynd sem ég hef séð.
Þetta er fjórða ó-bandaríska myndin á þessum lista mínum og jafnframt sú besta sem ég man eftir í augnablikinu.
Ég tók þessa mynd á videoleigu fyrir nokkrum árum í algerri blindni. Ég hafði ekkert heyrt um þessa mynd og vissi í raun ekkert hvað ég var að gera.
Þetta var eflaust einn ánægjulegasti videoleigugrís ævi minnar.
Oldboy er...
...svo flott (plottið og heildarlúkkið),
...svo hrottaleg (plottið og hin ýmsu blóðugu atriði),
...svo falleg (tónlistin og heildarlúkkið),
...svo framandi (kóresk) að ég hreinlega gat ekki annað en sett hana á listann.
Eftir að hafa séð Oldboy þá fór ég líka að kynna mér aðrar myndir eftir Chan-Wook Park, svo sem Lady Vengeance og Sympathy for Mr. Vengeance sem eru báðar mjög ofarlega á lista.
En, já, Oldboy = æði.
5. Crash
Falleg og áhrifarík mynd. Ein sú áhrifaríkasta sem ég man eftir. Ég hef sjaldan, ef nokkurn tímann, sokkið svo djúpt inn í bíómynd að ég var næstum því staðinn upp í bíóinu vegna eins eða tveggja atriðanna.
Góður boðskapur, falleg tónlist og mjög góður leikur í öllum hlutverkum. M.a.s. rapparinn Ludacris var bara nokkuð trúverðugur í sínu hlutverki.
Ég er enn fúll út í alla fjölmiðlana sem drullaði yfir það þegar Crash vann óskarinn fyrir bestu mynd á sínum tíma. Og enn fúlli yfir að lagið "In the Deep" úr henni hafi tapað fyrir "It's Hard Out There for a Pimp" úr Hustle & Flow.
En hvað um það - myndin er samt sem áður æðisleg.
4. Fight Club
Vá, hvað ég var hrifinn af þessari! Alveg frá fyrstu mínútu var ég búinn að ákveða það með sjálfum mér að þetta væri æðisleg mynd. Edward Norton er verulega svalur og Brad Pitt alveg yndislega snargeggjaður. Ekki skemmir fyrir að þessi mynd inniheldur eitt svalasta plott tvist sem ég man eftir. Hugmyndin per se kannski ekki sú frumlegasta en framkvæmdin er frábær.
Ein svalasta mynd sem ég hef séð og hún er eflaust aðalástæðan fyrir hrifningu minni á David Fincher sem leikstjóra.
3. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
Besta mynd Jim Carrey fyrr og síðar. Aldrei hefur hann leikið eins vel og í þessari ótrúlega frumlegu og æðislegu mynd. Bara söguþráðurinn út af fyrir sig er nógu góð ástæða fyrir því að hrífast af þessari mynd - Charlie Kaufman er verulega brenglaður snillingur.
Myndin er svo falleg og, þrátt fyrir súrrealísku hugmyndina á bakvið hana, svo raunveruleg, einhvern veginn. Hún er nefnilega nánast algjörlega laus við allt sykurhúðað Hollywood sjitt sem á það mjög gjarnan til að skemma annars mjög góðar myndir.
Frábær í alla staði.
2. The Shawshank Redemption
Það þarf varla að að segja það hve æðisleg þessi mynd er. Ég hef ekki ennþá hitt aðila sem finnst hún ekki frábær og ég á í raun og veru ekki von á því að gera það nokkurn tímann. Svo æðisleg er hún. En eins og ég segi, það þarf varla að minnast meira á þessa mynd. Ég meina, hún er í 2. sæti á IMDB.
Enough said.
1. Garden State
Mér finnst réttast að taka það fram að ég sá þessa mynd *áður* en ég ánetjaðist Scrubs þannig að það er ekki hægt að túlka ást mína á þessari mynd sem einhverja blinda Zach Braff ást.
Ég tók hana á leigu fyrir einhverjum sumrum síðan eftir að hafa séð trailerinn í bíó nokkrum mánuðum áður. Ég veit ekki hvað það var við trailerinn, en hann bara virkaði á mig. Alveg frá því ég sá hann fyrst langaði mig ofboðslega mikið að sjá Garden State. Kannski var það tónlistin, kannski var það lookið, kannski var það Natalie Portman, ég veit það hreinlega ekki.
En niðurstaðan varð sú að ég tók hana á leigu og horfði á hana eitthvert kvöldið.
Engin mynd hefur haft jafn mikil áhrif á mig og Garden State. Aftur, þá geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað það var, en hún skildi mig eftir í sjokki sem átti eftir að endast í nokkra daga. Hún er bara svo falleg og flott, eitthvað, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Að vísu svolítið sykurhúðuð - en mér var bara alveg sama.
Líklega sú mynd í DVD safninu mínu sem ég hef hvað oftast horft á (3 sinnum á fyrstu 4 dögunum eftir að ég fékk hana, takk fyrir (2 mismunandi commentary)).
Það var aldrei spurning um hvar á listanum Garden State ætti heima.
Klárlega besta mynd sem ég hef séð.
mánudagur, 17. september 2007
Topp 10 listinn (1/2)
Mér finnst ég verða að byrja á því að taka það fram að þessi list er alls ekki 100% öruggur. Mér finnst hreinlega of erfitt að gera upp á milli æðislegra mynda. Ég tek aðallega bara mið af því hvort þær séu einmitt það: æðislegar. Ég fer ekki svo langt í að tala um 'æðislegri' myndir og læt þá flokkun oftast vera.
En nú gerði ég mitt besta til að troða einhverjum myndum í einhver sæti og ég er nokkuð viss um að þessi listi muni breytast yfir veturinn, þar sem það er mjög hugsanlegt að ég sé að gleyma einhverjum gullmolum.
Hefst nú lestur:
10. Das Leben der Anderen
Ég fór á þessa mynd í sumar með afar misspenntu föruneyti og við vissum eiginlega ekki alveg hvað við vorum að fara að horfa á. Það eina sem ég vissi fyrir fram var að hún var þýsk og samkvæmt einhverri tilvitnun átti hún að vera „Besta mynd í heimi“.
Það er alltaf mjög hættulegt að fara einungis með þá vitneskju inn í kvikmyndahús en ég slapp með skrekkinn í þetta skiptið og gott betur en það. Þetta er nefnilega ein besta mynd í heimi. A.m.k. nógu góð var hún til að rata inn í þennan lista minn.
Það er eitt sem mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að sjá þegar ég horfi á myndir gerðar utan Bandaríkjanna, og það er hve mikið maður er farinn að venjast asnalegheitunum og ruglinu í Hollywood. T.d. var ég lengi að bíða eftir bílasprengjunni og hrottalega grafísku yfirheyrslunum. En nei, þær komu ekki, mér til mikillar gleði.
Hágæða mynd með frábæru plotti og framúrskarandi leik.
Getur það klikkað?
9. El laberinto del fauno
Ég hafði beðið eftir þessari mynd með mikilli eftirvæntingu alveg frá því ég sá trailerinn í fyrsta sinn. Mér fannst strax eitthvað svo heillandi við þennan spænska töfraheim, sem sýndur var í þessar 40 sekúndur. Þess vegna var ég himinlifandi þegar Græna Ljósið ákvað að taka hana til sýningar.
Ég var alveg jafn ánægður þegar ég kom út úr bíósalnum. Ég gat ekki, sama hve mikið ég reyndi, fundið nokkurn galla við þessa mynd.
Leikurinn var frábær (sérstaklega Sergi López sem sadistaherforinginn Vidal), sagan flott, tónlistin gullfalleg, myndatakan nógu góð til að ég tók eftir henni (sem er mjög sjaldgæft í mínum bókum) og allur töfraheimurinn glæsilegur. T.d. er föla, mjóa, barnamyrðandi viðundrið r eitt svalasta skrímsli sem ég man eftir í kvikmynd.
Klárlega mynd sem maður þarf að eiga.
8. Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain
Ein rómantískasta mynd sem ég hef séð og jafnframt ein sú besta.
Það fyrsta sem ég vil minnast á í sambandi við þessa mynd er tónlistin, því Amélie inniheldur fallegasta soundtrack sem ég hef heyrt (kannski fyrir utan Lion King). Píanóverkin sem Yann Tiersen hefur samið fyrir þessa mynd eru nógu góð ástæða út af fyrir sig til að elska þessa mynd. En ég mæli samt með því að kaupa ekki *bara* soundtrackið - myndin er alveg peningsins virði.
7. The Lion King
Án nokkurs vafa mesta nostalgíumyndin á listanum. Ég hef horft á hana nokkuð oft síðan ég sá hana 6 ára gamall og ég kemst ekki hjá því að verða alltaf 6 ára þegar ég horfi á ævintýri Simba. Hvernig getur nokkur maður gleymt hýenueltingarleiknum í fílakirkjugarðinum, pödduátinu með Tímon og Púmba og logandi 'showdowninu' við Skara? Að ógleymdu sorglegasta atriði kvikmyndasögunnar - dauða Múfasa.
Mamma Bamba má eiga sig og Roberto Benigni má fórna sér eins og hann vill, það er ekkert sem toppar dauða Múfasa í mínum bókum. Og nákvæmlega af þeirri ástæðu er Lion King ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð.
To be continued...
En nú gerði ég mitt besta til að troða einhverjum myndum í einhver sæti og ég er nokkuð viss um að þessi listi muni breytast yfir veturinn, þar sem það er mjög hugsanlegt að ég sé að gleyma einhverjum gullmolum.
Hefst nú lestur:
10. Das Leben der Anderen
Ég fór á þessa mynd í sumar með afar misspenntu föruneyti og við vissum eiginlega ekki alveg hvað við vorum að fara að horfa á. Það eina sem ég vissi fyrir fram var að hún var þýsk og samkvæmt einhverri tilvitnun átti hún að vera „Besta mynd í heimi“.
Það er alltaf mjög hættulegt að fara einungis með þá vitneskju inn í kvikmyndahús en ég slapp með skrekkinn í þetta skiptið og gott betur en það. Þetta er nefnilega ein besta mynd í heimi. A.m.k. nógu góð var hún til að rata inn í þennan lista minn.
Það er eitt sem mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að sjá þegar ég horfi á myndir gerðar utan Bandaríkjanna, og það er hve mikið maður er farinn að venjast asnalegheitunum og ruglinu í Hollywood. T.d. var ég lengi að bíða eftir bílasprengjunni og hrottalega grafísku yfirheyrslunum. En nei, þær komu ekki, mér til mikillar gleði.
Hágæða mynd með frábæru plotti og framúrskarandi leik.
Getur það klikkað?
9. El laberinto del fauno
Ég hafði beðið eftir þessari mynd með mikilli eftirvæntingu alveg frá því ég sá trailerinn í fyrsta sinn. Mér fannst strax eitthvað svo heillandi við þennan spænska töfraheim, sem sýndur var í þessar 40 sekúndur. Þess vegna var ég himinlifandi þegar Græna Ljósið ákvað að taka hana til sýningar.
Ég var alveg jafn ánægður þegar ég kom út úr bíósalnum. Ég gat ekki, sama hve mikið ég reyndi, fundið nokkurn galla við þessa mynd.
Leikurinn var frábær (sérstaklega Sergi López sem sadistaherforinginn Vidal), sagan flott, tónlistin gullfalleg, myndatakan nógu góð til að ég tók eftir henni (sem er mjög sjaldgæft í mínum bókum) og allur töfraheimurinn glæsilegur. T.d. er föla, mjóa, barnamyrðandi viðundrið r eitt svalasta skrímsli sem ég man eftir í kvikmynd.
Klárlega mynd sem maður þarf að eiga.
8. Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain
Ein rómantískasta mynd sem ég hef séð og jafnframt ein sú besta.
Það fyrsta sem ég vil minnast á í sambandi við þessa mynd er tónlistin, því Amélie inniheldur fallegasta soundtrack sem ég hef heyrt (kannski fyrir utan Lion King). Píanóverkin sem Yann Tiersen hefur samið fyrir þessa mynd eru nógu góð ástæða út af fyrir sig til að elska þessa mynd. En ég mæli samt með því að kaupa ekki *bara* soundtrackið - myndin er alveg peningsins virði.
7. The Lion King
Án nokkurs vafa mesta nostalgíumyndin á listanum. Ég hef horft á hana nokkuð oft síðan ég sá hana 6 ára gamall og ég kemst ekki hjá því að verða alltaf 6 ára þegar ég horfi á ævintýri Simba. Hvernig getur nokkur maður gleymt hýenueltingarleiknum í fílakirkjugarðinum, pödduátinu með Tímon og Púmba og logandi 'showdowninu' við Skara? Að ógleymdu sorglegasta atriði kvikmyndasögunnar - dauða Múfasa.
Mamma Bamba má eiga sig og Roberto Benigni má fórna sér eins og hann vill, það er ekkert sem toppar dauða Múfasa í mínum bókum. Og nákvæmlega af þeirri ástæðu er Lion King ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð.
To be continued...
þriðjudagur, 11. september 2007
American Movie
Mark Borchardt er bandarískur kvikmyndagerðarmaður. Hann er fráskilinn, fátækur, drykkfelldur og óttalegur lúser í alla staði en hann er kvikmyndagerðarmaður og reynir allt til að sýna öðrum þá hlið á sér. Myndin segir frá tveimur árum af lífi Marks þar sem hann gerir allt hvað hann getur til að taka upp hryllingsstutt-myndina Coven. Til þess notar hann allt sem hann mögulega getur. Starfsfólkið samanstendur alfarið af vinum og ættingjum og fjármagnið kemur meira og minna allt frá háöldruðum frænda hans.
Burtséð frá því hve ferlega fyndin þessi mynd er - þá sérstaklega samskiptin milli Marks og Mikes Schank, besta vinar hans - þá hefur hún líka smá svona "feel-good" element. Bara það hve bjartsýnn og ákveðinn Mark er í þessu verkefni sínu er að vissu leyti aðdáunarvert. En aftur á móti má efast um hæfileika hans...
Burtséð frá því hve ferlega fyndin þessi mynd er - þá sérstaklega samskiptin milli Marks og Mikes Schank, besta vinar hans - þá hefur hún líka smá svona "feel-good" element. Bara það hve bjartsýnn og ákveðinn Mark er í þessu verkefni sínu er að vissu leyti aðdáunarvert. En aftur á móti má efast um hæfileika hans...
mánudagur, 3. september 2007
Disturbia
Í gærkvöldi fór ég á Disturbia og mætti of seint. Þannig að taka verður mið af því að ég missti af fyrstu 4-5 mínútum myndarinnar. En það hafði þó engin teljandi áhrif á eftirleikinn, þar sem það var ekki erfitt að geta sér til um það hvað hafði gerst á þessum upphafsmínútum. En hvað um það.
Í fljótu bragði verð ég að segja að Disturbia er eflaust ein af mest spennandi myndum sem ég hef séð á árinu og jafnframt ein þeirra mynda sem hafa komið mér hvað mest á óvart.
Í grunnatriðum er söguþráðurinn nauðalíkur söguþræðinum í Rear Window eftir Alfred Hitchcock, þ.e. aðili sem kemst ekki út úr húsi grunar nágranna sinn um morð. Þó eru nokkur atriði frábrugðin og heildarhugmyndin færð upp á aðeins meira "hipp og kúl" Hollywood stig og virkar það bara nokkuð vel. En eins og í flestum "hipp og kúl" Hollywood myndum eru nokkrar kjánlegar klisjur og göt í söguþræðinum.
Það þarf þó meira en nokkrar klisjur til að draga myndina ofan í svaðið og nær hún því að standa uppi sem ein mest taugatrekkjandi bíóferð mín á árinu.
Í fljótu bragði verð ég að segja að Disturbia er eflaust ein af mest spennandi myndum sem ég hef séð á árinu og jafnframt ein þeirra mynda sem hafa komið mér hvað mest á óvart.
Í grunnatriðum er söguþráðurinn nauðalíkur söguþræðinum í Rear Window eftir Alfred Hitchcock, þ.e. aðili sem kemst ekki út úr húsi grunar nágranna sinn um morð. Þó eru nokkur atriði frábrugðin og heildarhugmyndin færð upp á aðeins meira "hipp og kúl" Hollywood stig og virkar það bara nokkuð vel. En eins og í flestum "hipp og kúl" Hollywood myndum eru nokkrar kjánlegar klisjur og göt í söguþræðinum.
Það þarf þó meira en nokkrar klisjur til að draga myndina ofan í svaðið og nær hún því að standa uppi sem ein mest taugatrekkjandi bíóferð mín á árinu.
miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Astrópía
Astrópía olli mér engum vonbrigðum, ólíkt því sem ég hafði búið mig undir. Eftir allar auglýsingarnar og umtalið var ég orðinn ansi hræddur um að hún yrði eitthvað hroðalegt flopp, an allt kom fyrir ekki. Myndin var kannski örlítið lengi af stað en þegar hún komst loks á skrið þá var hún hin fínasta skemmtun. Ragnhildur leikur sitt hlutverk ágætlega en þó koma atriði þar sem reynsluleysi hennar sést greinilega. Aftur á móti er túlkun Snorra Engilbertssonar á vandræðalega úbernördanum Degi prýðileg. Ekki fer á milli mála hverjum var ætlað að vera "comic relief" myndarinnar og eins og alþjóð hefur kynnst fer það Pétri Jóhanni og Sveppa afskaplega vel að leika kjánalegar og vitlausar persónur. Allt útlit á myndinni er afskaplega gott og ævintýraheimurinn fannst mér furðulega flottur miðað við íslenska kvikmyndagerð.
Astrópía er því hin fínasta skemmtun, þrátt fyrir hæga byrjun.
Til eru margar verri leiðir til að eyða 1100 krónum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)