Í gærkvöldi fór ég á Disturbia og mætti of seint. Þannig að taka verður mið af því að ég missti af fyrstu 4-5 mínútum myndarinnar. En það hafði þó engin teljandi áhrif á eftirleikinn, þar sem það var ekki erfitt að geta sér til um það hvað hafði gerst á þessum upphafsmínútum. En hvað um það.
Í fljótu bragði verð ég að segja að Disturbia er eflaust ein af mest spennandi myndum sem ég hef séð á árinu og jafnframt ein þeirra mynda sem hafa komið mér hvað mest á óvart.
Í grunnatriðum er söguþráðurinn nauðalíkur söguþræðinum í Rear Window eftir Alfred Hitchcock, þ.e. aðili sem kemst ekki út úr húsi grunar nágranna sinn um morð. Þó eru nokkur atriði frábrugðin og heildarhugmyndin færð upp á aðeins meira "hipp og kúl" Hollywood stig og virkar það bara nokkuð vel. En eins og í flestum "hipp og kúl" Hollywood myndum eru nokkrar kjánlegar klisjur og göt í söguþræðinum.
Það þarf þó meira en nokkrar klisjur til að draga myndina ofan í svaðið og nær hún því að standa uppi sem ein mest taugatrekkjandi bíóferð mín á árinu.
mánudagur, 3. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli