þriðjudagur, 11. september 2007

American Movie

Mark Borchardt er bandarískur kvikmyndagerðarmaður. Hann er fráskilinn, fátækur, drykkfelldur og óttalegur lúser í alla staði en hann er kvikmyndagerðarmaður og reynir allt til að sýna öðrum þá hlið á sér. Myndin segir frá tveimur árum af lífi Marks þar sem hann gerir allt hvað hann getur til að taka upp hryllingsstutt-myndina Coven. Til þess notar hann allt sem hann mögulega getur. Starfsfólkið samanstendur alfarið af vinum og ættingjum og fjármagnið kemur meira og minna allt frá háöldruðum frænda hans.
Burtséð frá því hve ferlega fyndin þessi mynd er - þá sérstaklega samskiptin milli Marks og Mikes Schank, besta vinar hans - þá hefur hún líka smá svona "feel-good" element. Bara það hve bjartsýnn og ákveðinn Mark er í þessu verkefni sínu er að vissu leyti aðdáunarvert. En aftur á móti má efast um hæfileika hans...

Engin ummæli: