Ég sá einhvers staðar umsögn um The Kingdom sem lýsti henni einfaldlega sem „Syriana fyrir fífl“. Og það er þónokkuð til í því.
Plottið er afskaplega einfalt: Hópur bandarískra FBI-útsendara fer til Saudi-Arabíu og rannsaka hryðjuverkaárás þar í landi og verandi Hollywood mynd, þá finna þau kauða og myrða hann. Ónei, ég kjaftaði frá...
Jamie Foxx fer með hlutverk Ronald Fleury og gerir það eins og flest öll önnur hlutverk sem Jamie Foxx leikur - ofboðslega reiður og svalur á yfirborðinu, en mjúkur og tilfinningaríkur inni við beinið. Jennifer Garner er litlu merkilegri karakter. Chris Cooper er líklega skástur þeirra þriggja, en maður hefur kynnst þeim karakter, að manni finnst, nokkuð oft. Hann er sumsé þessi hressi, reyndi, en svona lúmskt pabbalegi gæinn í hópnum.
Það voru samt tveir hlutir sem stóðu upp úr í The Kingdom.
Í fyrsta lagi var ég nokkuð hrifinn af hasaratriðunum, þá sérstaklega „þessu stóra“ í lokin. Margir vina minna kvörtuðu undan myndavélahristingnum à la Bourne Ultimatum, en það fer einhvern veginn ekkert í taugarnar á mér, hvorki hér né í Bourne. Ef eitthvað eykur það bara frekar spennuna heldur en að trufla hana.
Í öðru lagi var það tónlistin. Danny Elfman er náttúrulega einn sá besti í bransanum og ég hef ekki enn rekist á Elfman soundtrack sem ég fíla ekki.
En The Kingdom skilur voðalega lítið eftir sig, nema kannski síðustu 2 atriðin, þegar aðilar beggja hliða málsins (Sádar og BNA-menn) lofa sömu réttlátu hefndum yfir hinum hópnum.
* * 1⁄2 af 5.
fimmtudagur, 6. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli