
Myndin segir frá ungum tyrkneskum þýskuprófessor, Nejat Aksu, sem gerir sér ferð til Istanbúl í leit að dóttur fyrrum kærustu föður síns sem er eftirlýst fyrir pólitískar mótmælaaðgerðir. Myndin er eiginlega í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn einbeitir sér að föður Nejats, Ali, og sambandi hans við vændiskonuna Yeter sem hann basically kaupir og gerir að kærustunni sinni. En það samband endar með ósköpum þ.a. Ali er dæmdur í fangelsi. Í kjölfarið fer Nejat til Istanbúl í leit að Ayten, dóttur Yeter. Seinni hlutinn segir hins vegar sögu Ayten, sem flýr frá Istanbúl til Þýskalands og kynnist þar Lotte, ungum háskólanema. Ayten er síðan rekin úr landi og fangelsuð í Tyrklandi og Lotte gerir allt sem í hennar valdi stendur til að fá hana lausa.
Sögurnar tvær tengjast svo á ýmsa vegu og mynda góða heild.

A.m.k. var ég það.
* * * * af 5
1 ummæli:
...please where can I buy a unicorn?
Skrifa ummæli