George Clooney er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur alltaf verið (nema sem Batman - hann má skammast sín fyrir þann viðbjóð) og þess vegna fékk ég nokkurn áhuga á því að sjá Michael Clayton.
Ég finn smá lykt af Óskarsverðalaunum.
Ég get eiginlega ekki sagt annð.
George Clooney er bara helvíti flottur sem „reddarinn“ Michael Clayton. Hann (sem og handritshöfundurinn að sjálfsögðu) nær að skapa þennan sympatíska og svala karakter sem maður fer að óska alls góðs eftir því sem líður á myndina.
Myndin fjallar sem sagt um Michael Clayton, „reddara“ hjá stóru lögfræðifirma. Hann tekur að sér verkefni sem virðist fyrst vera nokkuð einfalt en það vindur síðan upp á sig svona líka svakalega og verður ansi stórt vandamál og jafnvel skaðlegt fyrir aðilana sem því tengjast.
Ég vil helst ekki fara nánar út í atburðarrásina, þar sem plottið er það mest spennandi við myndina.
Það eru engar massífar hasarsenur, engir drepfyndnir brandarar, engin krassandi kynlífsatriði, heldur er þetta bara flott lögfræðisakamálamynd.
Með George Clooney.
Helsti gallinn við hana er að hún er stundum of hæg. Ég er venjulega nokkuð hrifinn af hægum myndum, svo lengi sem seinagangurinn þjónar einhverjum tilgangi. Á köflum var erfitt að sjá þann tilgang.
* * * af 5.
föstudagur, 7. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli