miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Astrópía
Astrópía olli mér engum vonbrigðum, ólíkt því sem ég hafði búið mig undir. Eftir allar auglýsingarnar og umtalið var ég orðinn ansi hræddur um að hún yrði eitthvað hroðalegt flopp, an allt kom fyrir ekki. Myndin var kannski örlítið lengi af stað en þegar hún komst loks á skrið þá var hún hin fínasta skemmtun. Ragnhildur leikur sitt hlutverk ágætlega en þó koma atriði þar sem reynsluleysi hennar sést greinilega. Aftur á móti er túlkun Snorra Engilbertssonar á vandræðalega úbernördanum Degi prýðileg. Ekki fer á milli mála hverjum var ætlað að vera "comic relief" myndarinnar og eins og alþjóð hefur kynnst fer það Pétri Jóhanni og Sveppa afskaplega vel að leika kjánalegar og vitlausar persónur. Allt útlit á myndinni er afskaplega gott og ævintýraheimurinn fannst mér furðulega flottur miðað við íslenska kvikmyndagerð.
Astrópía er því hin fínasta skemmtun, þrátt fyrir hæga byrjun.
Til eru margar verri leiðir til að eyða 1100 krónum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli