fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Knocked Up


Ég vil byrja á því að benda á það augljósa - djöfull sökka ég í að sinna þessari lesbók minni. En þetta er mitt fyrsta skref í átt að betri vinnubrögðum. Það er hins vegar spurning hvenær ég mun þreytast á göngunni...

En ég fór á Knocked Up í bíó fyrir tveimur mánuðum (svo gott sem upp á dag) með þónokkrar væntingar. „ Plot átlænið“ heillaði mig ekkert sérstaklega og Seth Rogen kveikti þannig séð ekkert í mér, en það var hins vegar Judd Apatow sem gaf mér ástæðuna til að fara að sjá hana. Það er ansi sannfærandi að hafa leikstýrt jafn óvenjugóðri gamanmynd eins og The 40 Year Old Virgin.
Myndin segir sumsé frá Ben Stone, óttalegum lúser, sem býr með vinum sínum, alveg jafn miklir lúserar, og hefur þau glæstu markmið í lífinu að setja upp vefsíðu fulla af kvikmyndanektarsenum. Hann kynnist sjónvarpskynninum Alison á e-u skralli og gerir hana ólétta. Smooth gaur.
Afskaplega einfalt plot í sjálfu sér en virkar furðulega vel. Alveg eins og með The 40 Year Old Virgin, þá er Knocked Up ekki nærri því eins vitlaus og maður býst við í fyrstu. Í myndinni eru óvenju djúpar (miðað við svona mynd) samræður og boðskapurinn leynir ekki á sér.
Leikararnir eru stórskemmtilegir, og þá var ég sérstaklega hrifinn af sambandi Ben og eiginmanns systur Alison, Pete (leikinn af Paul Rudd). Samtölin milli þeirra eru stórskemmtileg og maður kaupir vináttu þeirra algjörlega. Síst fannst mér eiginlega Katherine Heigl í hlutverki Alison. Ég veit ekki hvað það var, en það var bara eitthvað við hana sem ég fílaði ekki.
Ég fór því fullkomlega ánægður út úr bíóinu. Ég hafði búið mig undir heimskulega fyndna, en samt sérkennilega raunhæfa og rómantíska bíómynd og ég fékk eiginlega nákvæmlega það sem ég vildi. Hún er a.m.k. alls ekki síðri en The 40 Year Old Virgin.
Klárlega meðmælanleg mynd!

* * * 1⁄2 af 5

Engin ummæli: