Ein lína leiddi hugsanir mínar í gegnum alla myndina: „Þetta er svo rangt á svo marga vegu“.
Man Bites Dog er belgísk mockumentary frá 1992 sem fjallar um fjöldamorðingjann, þjófinn og allsherjar öfuguggann og viðbjóðinn Benoit Poelvoorde, sem er eflaust einn sjúkasti karakter sem ég hef séð, btw. En þrír kvikmyndagerðar-menn, Remy, Andre og Patrick/Franco/Vincent (ástæðan fyrir margnefninu er vegna „vinnuslysa“) fylgja honum eftir, og stundum jafnvel meira en það, í þessum viðbjóði sínum.
Benoit virðist á yfirborðinu vera nokkuð sjarmerandi náungi: listunnandi, sælkeri, fjölskyldumaður og kemur ávallt vel fyrir. Alvöru Parísarsjentilmenni. En mikið djöfull er það rangt, og því er skellt framan í mann eftir hátt í 15 sekúndur.
Og í kjölfarið fáum við heillandi útskýring á kerfinu yfir hve mikla þyngd þarf til að sökkva hinum ýmsu líkum. T.d. þarf þrefalda líkamsþyngd fyrir meðalmanneskju, fjórfalda fyrir börn því þau eru svo létt en allt að fimmfalda líkamsþyngd fyrir gamalt fólk því beinin eru full af holrýmum. Yndislega sjúkt.Þessi varð fórnarlamb eftir 15 sekúndur og lík hálfri mínútu síðar.
En myndin verður bæði grafískari og sjúkari en þetta. Ójá.
T.d. kæfir hann ungan strák með kodda, eftir að strákurinn gekk inná Benoit slengja höfði pabba hans við vask. Smekklegt.
Hann skýtur vin sinn í höfuðið í sínu eigin afmælisboði vegna þess eins að hann var eitthvað að hvíslast á við vinkonu Benoit og hlæja. En sú sena er einmitt ein sú gallsúrasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég átti svo sem von á slysaskoti í þeirri senu (a la Pulp Fiction) en nei, nei - hann skýtur hann bara, sest svo niður og fær sér köku.
Blása á kertin, óska sér, skjóta vin sinn, borða köku - endurtakist hvert ár.
En öll þessi atriði verða óttalega hjákátleg miðað við viðbjóðinn sem á sér stað eftir fylleríið þeirra fjórmenninganna (þar sem þeir svolgruðu í sig hverjum umgangnum á fætur öðrum af „Dead Baby, boy“ sem samanstóð af gini, tónik, ólífu og tveimur sykurmolum (bundin við ólífuna til að sökkva henni líkt og barnslíki)).
En ég á að sjálfsögðu við þegar fjórmenningarnir ryðjast inn í íbúð ungs pars sem er „í miðjum klíðum“ og ákveða líkt og herramenn að leysa unga manninn af hólmi! Hver á fætur öðrum! Á meðan Benoit heldur byssu upp að andliti unga mannsins. En það er ekki búið enn, ónei. Eftir að þeir ljúka sér allir af, skellihlæjandi, er klippt á næsta morgun. Okkar menn liggja sofandi á eldhúsgólfinu, buxnalausir, ungi maðurinn blóðugur og líflaus uppi á eldhúsborðinu og unga konan rist á hol með allt til sýningar.
Eins sjúkt og þetta er, þá er skotið samt nokkuð flott.
Mér leið hálfilla að horfa á þetta...
En ef við lítum á þessa kvikmyndagerðina á bakvið þessa mynd í stað myndefnisins, þá er þetta nokkuð aðdáunarvert, þar sem þetta var einhvers konar útskriftarverkefni kvikmyndagerðarmannanna (sem léku einmitt kvikmyndagerðarmennina). Og ef við lítum á „Man Bites Dog“ í því samhengi þá er hún helvíti glæsileg.
En annars verð ég að segja að mér fannst hún ekki eins heillandi og ofangreindum samnemendum mínum og fannst mér hún meira truflandi en góð.
En þetta er alls ekki slæm mynd.
Hún er afskaplega ill og viðbjóðsleg að öllu leyti, en ekki slæm.
* * 1⁄2 af 5.
1 ummæli:
6 stig.
...og ég gaf þér mætingu fyrir þennan tíma.
...og þá ertu kominn með 86 stig á vorönn.
Skrifa ummæli