miðvikudagur, 16. apríl 2008

Kvikmyndagerð

Ég er ekki frá því að þetta sé eitt skemmtilegasta fag sem ég hef verið í alveg síðan ég veit ekki hvenær, og það er eiginlega hálfgerð synd að það sé að klárast. T.a.m. er heimavinnan sú skemmtilegasta sem ég hef kynnst. Mér finnst afskaplega skemmtileg tilhugsun að ég sé að læra heima fyrir morgundaginn núna - því þetta virkar voðalega lítil kvöð. Mér fannst þetta bloggdæmi allt saman talsverð kvöð fyrir áramót, en þá var ég eiginlega ekki búinn að gera mér grein fyrir því hvernig átti að gera þetta skemmtilegt. Og það var auðvelt: Að gera það vel.
Það er mjög gaman að líta yfir nýskrifaða, langa og skrautlega færslu og er það eflaust hinu nýja stigakerfi að þakka, þar sem það kom af stað eins og smá keppni. Ef ekki við aðra nemendur, þá a.m.k. við sjálfan - að toppa færsluna á undan.

Og það færir mig að einu því besta við þennan kúrs: frelsið og áhrifin sem við getum sjálfir haft á efnið. Stigakerfið er besta dæmið um það. Margir voru ekki alveg sáttir við 30 færslu lágmarkið og eftir miklar um- og rökræður gátum við breytt því í sameiningu. Allir glaðir!

Ég á afskaplega erfitt með að tjá mig um bíótímana í sjálfu sér, þar sem ég komst ekki í nema 2 þeirra (The General og American Movie), en myndirnar sem ég náði að vinna upp voru fjölbreyttar, framandi og oftast nær verulega góðar og kynntu mann fyrir myndum sem maður myndi venjulega aldrei hafa horft á. Þar koma inn í myndirnar sem fylgdu leikstjórafyrirlestrunum. Ég get ekki sagt að ég hefði nokkurn tímann leigt mér japanskt drama um konu sem yfirgefur börnin sín í Tokyo eða belgíska mockumentary um fjöldamorðingja. En ég er svo ánægður að hafa séð þessar myndir.

Leikstjóraheimsóknirnar voru líka afskaplega fróðlegar og skemmtilegar, þó sumar hafi verið skemmtilegri en aðrar (Óli de Fleur hefur þar vinninginn).

Það eina sem ég gæti gagnrýnt eitthvað að ráði er lokaprófið. Það er bara fáránlegt að taka lokapróf sem gildir 50% úr áfanga sem inniheldur svo lítið bóklegt efni. Þess vegna vona ég, tilvonandi nemenda vegna, að það verði hægt að breyta þessu eitthvað á næstu árum, því ef ekki væri fyrir þetta kjánalega lokapróf þá væri þetta hið fullkomna fag.
...eða því sem næst.

Takk fyrir frábæran vetur.

3 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Góðir punktar. 5 stig.

Ég er bjartsýnn á að mér takist að hafa bíótímana inni í stundaskrá á næsta ári. Það væri til mikilla bóta.

Ég er ekki jafn bjartsýnn á að það verði hægt að hafa áfangann próflausan, en maður getur alltaf vonað.

Takk fyrir veturinn.

Siggi Palli sagði...

Þú endar þá í 120 stigum.

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Aluguel de Computadores, I hope you enjoy. The address is http://aluguel-de-computadores.blogspot.com. A hug.