þriðjudagur, 8. apríl 2008

The Devil's Backbone (El Espinazo del diablo) (2001)

Það var eiginlega alveg sama hvað ég reyndi mikið, en allan tímann sem ég horfði á „The Devil's Backbone“ hugsaði ég bara „Pan's Labyrinth“. Það kemur kannski ekkert ofboðslega á óvart, þar sem báðar myndirnar eru yfirnáttúrulegar myndir um spænsku borgarastyrjöldina í leikstjórn Guillermo Del Toro.

En þetta er sem sagt önnur „uppvinnslumyndarfærsla“ í tilraun til að bæta mætingareinkuninna mína (hún batnar við þessa færslu, ekki satt?), þar sem ég kemst ómögulega í mánudagsbíótímana. Þannig að ég notaði eitthvert hádegið þegar ég lá veikur heima og horfði á „The Devil's Backbone“.

Myndin hefst, að því virðist, á afskaplega random hátt: Gamall maður (þó með flotta rödd) talar um drauga, sprengja dettur úr flugvél og lítill blóðugur drengur er lagður hreyfingarlaus ofan í vatnslaug. En viti menn, þetta er ekki random! Nema kannski sprengjan. Ég áttaði mig ekki alveg á henni. Hún var verulega svöl, það er engin vafi um það - féll æðislega vel inn í leikvöllinn (no pun intended) en tilgangurinn með henni var vafasamur í mínum augum. Kannski voru hljóðin í henni tengd Santi og táknaði óánægju draugsin.
Eða hún var bara ógeðslega töff skraut og ég er að kafa eftir ímynduðum perlum. Það er þægilegast svoleiðis.

Myndin fjallar um Carlos, 10 ára gamall sonur fallins hermanns í borgarastyrjöldinni sem skilinn er eftir á munaðarleysingjahæli lengst úti í rassgati. Það er einmitt frekar sárt atriði þegar fóstri hans leggur töskuna hans frá sér, labbar upp í bíl og keyrir burt án þess að líta til baka á Carlos sem hleypur eins og fætur toga á eftir honum. Ég fæ alveg sting í sólarplexusinn (Mr. Skallagrímsson, einhver?).
En hvað um það. Hann kynnist einhverjum strákum á svæðinu, sem eru bara óttaleg fífl við greyið Carlos, og það sem öllu óhugnanlegra er, hann fær líka fyrstu kynni að massívum draugagangi stráks sem heitir Santi (sami Santi og minnst er á hér að ofan). Mörg atriðanna í kringum Santi eru verulega töff og það sem betra er, þau eru ekki eitthvað bregðuatriðarunk eins og tíðkast gjarnan. Hér er bara byggð upp spenna um að það gæti verið einhver þarna og svo hún leyst með því að það var kannski eitthvað þarna. En það fannst mér samt stór galli við myndina hvað þeir sýndu Santi snemma og mikið.

En líkt og í „Pan's Labyrinth“ snýst myndin meira um annað, öllu raunverulegra plott en yfirnátturulegheitin, þ.e.a.s. ofurtöffarann Jacinto sem er í raun og veru bara að vinna á munaðarleysingjahælinu til að stela gulli sem forstöðukona hælisins geymir í sinni vörslu. En aftur eins og í Pan's Labyrinth tengjast heimarnir tveir og það er það sem er svo heillandi við þessar myndir, plottlega séð.

En það er auðvelt að sjá hvað er sjónrænt flott við „The Devil's Backbone“, þar sem hún er öll flott, alltaf (eða svo gott sem). Það er alltaf eitthvað óhugnanlegt við munaðarleysingjahæli og hvað þá eitt slíkt úti í eyðimörk með stóra sprengju í því miðju og um hvert gengur draugur 10 ára barns? Það er bara töff.

En yfir heildina litið nær „The Devil's Backbone“ „Pan's Labyrinth“ bara upp að öxlum og hausinn sem vantar stafar einmitt af því hve snemma og oft þeir sýndu hausinn á Santi. Hefðu þeir beðið með það, þá er aldrei að vita hver stærðarmunurinn væri...

* * * af 5.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

6 stig.

Reyndar varstu með mætingu í þennan tíma - ég hef greinilega gleymt að merkja við og gefið öllum mætingu.