Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að þetta er elsta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Ekki að það skipti nokkru máli... bara skemmtileg staðreynd.
Það er ekki hægt að taka það af Dr. Caligari að myndin er ansi skrautleg. Allar sviðsmyndir eru frekar listrænar og oft ansi súrar. En þær passa fullkomlega við hið súra efni sögunnar: Morðóði svefngengillinn Cesare, sem lýtur að stjórn hins geðveika Dr. Caligari - eða hvað?
Nú verð ég að viðurkenna að ég er hreinlega ekki alveg viss hvert plotttvistið var, þar sem ég sofnaði í örstutta stund. En ég valdi greinilega afskaplega slæman tíma til að sofna, því þegar ég vaknaði aftur var allt í lausu lofti og maðurinn sem allur höfðu verið að elta var skyndilega farinn að elta einhvern annan. Þannig að ég er örlítið ráðvilltur.
En ástæðan fyrir svefninum (fyrir utan það að þetta var eldsnemma morguns) var að ég var bara ekkert allt of hrifinn af myndinni. Jú, jú - sviðsmyndin var flott og svefngengillinn skemmtilega krípí, en það var fátt annað sem vakti einhverja athygli mína. Tónlistin vakti reyndar athygli mína, en ekki á jákvæðan hátt. Það fór bara sjúklega í taugarnar á mér að öll tónlistin var leikin af einhverri slappri synthaorchestru. Frekar óspennandi.
Dr. Caligari var eflaust stórkostlegt meistaraverk á sínum tíma og hefur enn nokkurn sjarma, þá sérstaklega í sögulegum skilningi, en það var fátt sem höfðaði nokkuð til mín.
* * af 5.
föstudagur, 7. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég elska þessa mynd en ég tek undir kommentið um tónlistina. Það getur verið alveg "painfully" erfitt að fá svona gamlar myndir með almennilegri tónlist. Ég skil aldrei af hverju þeir nota ekki bara einhverja svipaða tónlist og þá sem átti að spila þegar hún var sýnd í gamla daga. Mér finnst svona frumsamið syntha-bullshit alveg ótrúlega pirrandi - og tónlistin í þessari mynd er bara ágæt miðað við sumt af þeim skít sem maður hefur séð. Það eru t.d. til fleiri en 5 útgáfur af Nosferatu, allar með mislélegri tónlist, og sú versta er algjör hryllingur.
Þetta er eitt af því sem maður verður að varast þegar maður kaupir þöglar myndir á DVD.
Skrifa ummæli