
The Mist er kannski ekki alveg eins stórkostleg og The Green Mile og The Shawshank Redemption (enda er verulega erfit að toppa þær) en hún er samt sem áður helvíti góð - ein af betri hryllingsmyndum sem ég hef séð í talsverðan tíma.
Thomas Jane er David Drayton, hamingjusamur fjölskyldufaðir og listamaður, sem fer með syni sínum og leiðinlegum nágranna í stórmarkað litla bæjarins sem þeir búa í. Þaðan snúa þeir svo ekki auðveldlega því á meðan þeir eru þar inni leggst afar dularfull og sjúklega þykk þoka yfir bæinn. Svo þegar inn kemur að því virðist snarklikkaður gaur með blóðnasir röflandi um "eitthvað" í þokunni fer gamanið hjá okkar fólki að kárna og spennan að magnast.
Frank Darabont nær vel að skapa miklu spennu í kringum einangrunina sem fólkið í versluninni er nú komið í og paranojan sem leggst eðlilega yfir fólkið verður nokkuð sannfærandi og trúverðug.

Næsta sætisbrúnarsena kom stuttu seinna þegar þau senda eitthvað manngrey í reipi út í þokuna. Það var bara eitthvað við þá senu sem fór virkilega í mig og aftur var engin tónlist.
Það var ekki fyrr en gígantísku flugurnar komu sem ég heyrði fyrstu nóturnar í myndinni og það var n.b. eftir hlé (sem ég hata ennþá - en það er efni í aðra öllu stærri og reiðari færslu). En jafnvel þá var hún mjög lítil og smekklega notuð.
En eftir því sem dró á myndina varð ég alltaf hræddari og hræddari um að endirinn yrði bara eitthvað búllsjitt, eins og svo oft vill verða með hryllingsmyndir en ég vil meina að The Mist hafi bara sloppið nokkuð vel.

Sumsé þegar öllu er á botninn hvolft er The Mist hin prýðilegasta hryllingsspennumynd og eflaust með þeim betri sem gefnar hafa verið út síðustu ár!
* * * * af 5.
1 ummæli:
5 stig.
Skrifa ummæli