föstudagur, 8. febrúar 2008

National Treasure : Book of Secrets

Nicolas Cage leggur af stað í stórhættulegan leiðangur um helstu sögustaði Bandaríkjanna í leit að ótrúlega mikilvægum pappír (sem gæti vel verið mikilvægasti pappír heimsins) en þarf á sama tíma að reyna að vinna ástir óvenjusögufróðrar konu, hlusta á afskaplega pirrandi brandarakall og flýja undan stórhættulegum sögufróðum mönnum sem eru að leita að sama pappír, en vilja einungis nota hann til ills! Myndin endar svo á svakalegu show-downi inni í gígantísku steinhofi með gildrum og hættum hvarvetna.

Nú er bara ein spurning: Hvorri National Treasure myndanna var ég að lýsa?

Eins og mér fannst fyrri myndin ágætis afþreying, þá var hún ekki alveg nógu áhugaverð fyrir framhald. Hvað þá framhald sem virkar næstum því eins og fáránlega tilgangslaus endurgerð?

En myndin var nú ekki alslæm. Fyrst má nefna það að eins og alvöru blockbuster mynd þá er hún helvíti flott. Allir staðir, öll stönt og öll aksjón lítur helvíti epískt út. Hún er líka (eins og blockbusterar) ansi sniðug og hnyttin, stundum ótrúlega hnyttin. Og þá meina ég 'ótrúlega' as in "ekki sjens" frekar en "fokk já". Þegar þú liggur á brún lífs og dauða (sem í þessu tilfelli reynist vera gígantísk steinhella sem vegar salt á hundgamalli súlu) þá grunar mig að þú sért ekkert ofboðslega mikið að henda one-linerum hingað og þangað. A.m.k. myndi maður alls ekki hlusta á þá og koma með alveg jafn gott comeback. Það bara virkar ekki þannig.

Myndin þjáist einnig soldið fyrir það að vera sjúklega bandarísk, alveg eins og fyrri myndin. Það er svo sem allt gott og blessað í sjálfu sér, en maður bara getur orðið svolítið þreyttur á þessari gríðarlegu föðurlandsást Kanans („The constitution of America - The SINGLE MOST IMPORTANT DOCUMENT IN THE WORLD!!!“ - *blaktandi fáni í bakgrunni*).

Leikararnir sinna þessu svo sem ágætlega, þó að þetta sé ekki beint mest krefjandi hlutverk ársins. Nicolas Cage stendur nokkurn veginn alltaf fyrir sínu, á meðan Diane Kruger (ástkona hans) fór eiginlega bara í taugarnar á mér. Það sama gerði Justin Bartha sem hnyttnasti gaur myndarinnar og eins töff og Jon Voight er venjulega olli hann mér smá vonbrigðum hérna. Ed Harris er reyndar harðari en allt sem vondi sagnfræðingurinn og gerir það ágætlega.

National Treasure : Book of Secrets er svo sem allt í lagi áhorfs en ef maður hefur séð fyrri myndina þá er ódýrara að rifja hana bara upp, því að það breytist eiginlega ekki neitt þar á milli.

* * af 5.