þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Cloverfield

Cloverfield teaserinn er trailer sem svínvirkaði á mig. Ég sá hann fyrst fyrir einhverju ári eða svo og hugsaði strax að þetta væri áhugaverð mynd. Og ef hún væri ekki góð þá væri hún a.m.k. helvíti flott, þannig að mér fannst ég vera nokkuð öruggur með að vera ánægður, a.m.k. að einhverju leyti.

Það sem heillaði mig við trailerinn var líklega það sama og átti að heilla almenning: Vídeókameru-lúkkið og raunveruleikafílíngurinn. Þetta var bara svo töff þegar ég horfði á þetta í fyrsta sinn að ég hreinlega varð að sjá þessa mynd. Sem ég og gerði. Sem er einmitt ástæðan fyrir þessu röfli mínu.
Og hananú.

Vídeókamerulúkkið heldur sér í gegnum alla myndina og allt gert til að gera það sem trúverðugast. T.d. er myndin ekki nema 85 mínútur og rúmast því á DV spólu og síðan eru á stöku stað sýnd lítil brot af því sem "var á spólunni" áður en sagan okkar hefst, sem skapar um leið eins konar subplott.

*SPOILER ALERT*

Það sem fór kannski einna helst í mig var hve fljótt þeir sýndu skrímslið okkar. Þeir sýndu það reyndar ekki vel en ég hefði alveg verið sáttur við að vera skilinn eftir í myrkrinu í smástund í viðbót. En þetta var algjörlega minniháttar vandamál í mínum augum. En ekki má svo gleyma litlu börnum stóra skrímslisins. Þau voru kannski ekki þau frumlegustu í útliti en eltingarleikurinn í lestargöngunum fannst mér það intense að ég fyrirgaf hönnunina á þeim algjörlega!

En svo ég endurtaki sjálfan mig, þá er raunveruleikafílíngurinn við Cloverfield það sem er hvað svalast við hana. Þess vegna virkar helvíti vel að nota leikara sem a.m.k. ég man ekki eftir að hafa séð nokkurn tímann áður. En þau skila sínu ágætlega og draga myndina ekkert niður frá því að vera með skemmtilegri skrímslamyndum sem ég hef séð.

Godzilla hvað?

* * * 1⁄2 af 5.