
Nei, reyndar mæli ég með því að lesa áfram, því þá geturðu sparað þér tímann og peninginn sem ég eyddi í að horfa á þetta rusl. Þetta kvöld missti ég 900 krónur og 100 mínútur af lífi mínu sem ég mun aldrei fá aftur. Og fyrir hvað?
(En svona í alvörunni, þá er þessi færsla uppfull af spoilerum.)
Untraceable hljómaði í fyrstu afskaplega vel og treilerinn sannfærði mig svo um að sjá hana. Vondur maður rænir fólki, setur það í nett truflandi pyntingartæki og sýnir það allt saman yfir netið á heimasíðunni www.killwithme.com. En það er ekki nóg fyrir svona vondan mann. Hann tengir nefnilega vefsíðuteljarann við pyntingartólið og eftir því sem fleiri horfa á síðuna, því hraðar deyr fórnarlambið. Þessi hugmynd fannst mér helvíti töff. En sagan er þar með ekki öll sögð. Diane Lane leikur nefnilega FBI-útsendaran Jennifer Marsh úr deild

Ég held í alvörunni að mér hafi sjaldan, ef ekki aldrei, verið jafn ógeðslega sama um karakterana í bíómynd. Ég hafði einhvern veginn nákvæmlega enga samúð með neinum, nema þá kannski pínulítið með fórnarlömbunum á meðan þau voru að geispa golunni í sýrubaðinu/ljóskastarabaðinu/blóðbaðinu. En það er bara því pyntingaaðferðirnar voru nett truflandi.
Meðan ég sat úti í sal og lét mér leiðast gat ég sagt til um nánast hverja einustu framvindu sögunnar áður en hún gerðist, því maður hefur séð þær flest allar áður, og þær sem voru nýjar, voru það ómerkilegar að það kom ekkert á óvart að þær höfðu ekki verið notaðar áður:
•Að sjálfsögðu fattar morðinginn að Diane Lane er að stýra rannsókninni og fer því að bögga hana og dóttur hennar (já, hún er einstæð móðir - Shocker).
•Að sjálfsögðu er Colin Hanks rænt og myrtur í beinni útsendingu til að gera hefndaraðgerðir Diane Lane enn persónulegri.
•Að sjálfsögðu valdi internetillmennið fórnarlömb sín ekki af handahófi heldur höfðu þau öll komið nálægt dauða föður hans.
•Og að sjálfsögðu er Diane Lane sjálfri rænt. En þar sem þetta er Diane Lane þá getur hún auðvitað bjargað sjálfri sér og yfirbugað vefskúrkinn.
Eins og þið sjáið - allt algjörlega ófyrirsjáanleg og frumleg söguelement.
En öll ofangreind atriði eru frábær miðað við síðasta skot myndarinnar sem er að ég held eitt það hallærislegasta sem ég hef nokkurn tímann á ævi minni séð. Því eftir að hún yfirbugar netníðinginn í beinni útsendingu fyrir framan milljónir áhorfenda

Það eina sem hefði getað gert þetta hallærislegra var ef það hengi bandarískur fáni á veggnum fyrir aftan hana.
En svona í þágu almennings vil ég nú taka saman þessa mynd í örfáum orðum:
Óspennandi og ómerkilegt, hallærislegt drasl sem klúðrar góðri hugmynd með ömurlegu handriti og slöppum leik.
1⁄2 af 5.