Er hún virkilega nauðsynleg eða er þetta bara eitthvað óþarft skraut sem fylgir með aðallega til að auka atvinnumöguleika fyrir fátæka listamenn?
Ég ætla ekki einu sinni að sýna ofangreindri spurningu þá virðingu að svara henni því svarið liggur svo augljóslega fyrir að þeir sem sjá það ekki í hendi sér eru voða mikið að misskilja. Þeir eru a.m.k. að fara á mis við þvílíkan part af kvikmyndaupplifuninni að ég vorkenni þeim meira en ég gagnrýni þá.
Ég er mikill áhugamaður um kvikmyndatónlist og er stoltur eigandi ágætis magns af sándtrökkum, hvort sem ég hef eignast á lögmætan hátt eður ei. Ég er m.a.s. það mikill áhugamaður að ég stefni á að gerast meira en áhugamaður, þ.e.a.s. ég er þegar búinn að sækja um skólavist í LHÍ næsta haust á kvikmyndatónsmíðabraut.
En eins og með kvikmyndir þá eru sum sándtrökkin betri en önnur og það er alls ekki alltaf sem gæði myndar og gæði tónlistar haldast í hendur. T.d. er Lady in the Water frekar misheppnuð mynd en tónlistin er glæsileg og þá er V for Vendetta æðisleg mynd en ég gæti ekki fyrir mitt litla líf raulað stef úr henni (nema þá 1812 forleikinn, en það er líka aðeins annað dæmi). En þetta er kannski ekki alveg nógu gott dæmi, því kvikmyndatónlist sem maður man ekki mikið eftir eða vekur ekki allt of mikla athygli telst oftast til nokkuð góðrar kvikmyndatónlistar. Ég hef a.m.k. venjulega miðað það við að ef þú tekur ekki eftir henni, er hún fín - ef þú tekur eftir henni er hún frábær eða skelfileg. En sem betur fer er afskaplega sjaldgæft að rekast á seinna tilfellið (ég man í augnablikinu bara eftir Das Cabinet des Dr. Caligari.
Dæmi um tónlist sem ég hef tekið eftir er talsvert auðveldara að nefna: Lion King (e. Zimmer), Amélie (e. Tiersen), Jurassic Park & Schindler's List (e. Williams) og nú nýlegast There Will Be Blood (e. Greenwood). En þetta er aðeins örlítið brot af þeim titlum sem mér dettur í hug.
En hvað gerir kvikmyndatónlistin? Hún er venjulega ekki nógu sterk ein og sér til að vekja upp mjög sterkar tilfinningar (það eru þó til undantekningar) en hún er kjörin til þess að auka þau tilfinningalegu áhrif sem myndin á að skapa. Ef við lítum á Jurassic Park sem dæmi, þegar þau eru komin á eyjuna og eru að sjá eðlurnar í fyrsta sinn - afskaplega epískt og tignarlegt atriði. En ég er nokkuð viss um að það væri bara *verulega* kjánalegt ef það heyrðist ekkert nema andköf aðalpersónanna. Það a.m.k. skapar allt aðra stemningu en atriðinu er ætlað að gera. Svo ekki sé minnst á nokkurn veginn *öll* hasaratriði kvikmyndina sem væru óttalega máttlaus án smá tónlistar til að auka stemninguna.
Til dæmis (svo maður noti nú Jurassic Park einu sinni enn):
Þetta er eitt af áhrifaríkari spennuatriðum sem ég man eftir. A.m.k. sem barn var þetta svo taugatrekkjandi að það var engan veginn fyndið og það ætlar enginn að segja mér að það hefði verið jafn spennandi hefði tónlistinni alfarið verið sleppt.
En, það er ekki þar með sagt að viðeigandi tónlist þurfi að vera skellt á öll atriði til að magna þau upp - alls ekki! Cast Away (með Tom Hanks) notast afskaplega lítið við tónlist og svínvirkar það, enda ætlunin að gera hann eins einan og mögulegt er og það er afskaplega erfitt ef voðalega grand og ævintýraleg músík umlykur eyjuna. Og flestar hryllingsmyndir notast gríðarlega mikið við þögn, nema þá gjarnan afskaplega háværa hvelli í bregðuatriðum til að láta manni virkilega bregða, því oftar en ekki er ekki nóg að fá bara skrímsli í andlitið eða einhverja veru skjótast fyrir myndavélina. Þess vegna finnst mér mjög gaman að sjá atriði sem rjúfa þessa hefð örlítið. Til dæmis Chan-Wook Park í stuttmynd sinni Cut (hoppið inn í síðasta þriðjung klippunnar, það er nóg):
Þarna er t.d. enginn hvellur þegar veran fer fyrir myndavélina og finnst mér það skapa meiri taugaspennu sem ég kýs gjarnar fram yfir það að láta bregða mér.
En svo má ekki gleyma dramatíkinni og sorgina sem tónlistin getur vakið upp. Þá er aðallega eitt atriði sem situr svo pikkfast í hausnum á mér að ég efast stórlega um að ég muni nokkurn tímann gleyma því eða jafnvel komast almennilega yfir það: Dauði Mufasa í Lion King.
Þetta er afskaplega sorglegt atriði í sjálfu sér og átakanlegt að horfa á án tónlistar, en með hinni gullfallegu tónlist Hans Zimmer verður þetta sorglegasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð. Tónlistin sumsé magnar upp tilfinningar myndefnisins gríðarlega. Og nú er lagið svo samtengt atriðinu að ég verð nánast klökkur bara af því að hlusta á það. Eins mætti telja upp Schindler's List, Crash o.s.frv.
Tónlist í kvikmyndum, eða skortur þar á í sumum tilfellum, er því algjörlega nauðsynleg svo að tilfinningarnar sem myndunum er ætlað að vekja upp komist fullkomlega til skila og það er ekki vottur af vafa í mínum huga að ef tónlist væri algjörlega sleppt úr kvikmyndum væri listgreinin miklu, MIKLU ómerkilegri.
Að lokum vil ég svo bara benda á frumraun mína við kvikmyndatónlist, sem ég samdi fyrir lokaverkefni bróður míns úr Margmiðlunarskóla Íslands sem er er stutt teiknimynd að nafni „Kúlan“. Hana er að finna hér, smellið svo á tengilinn „Kúlan“ uppi í hægra horni síðunnar og njótið vel.
þriðjudagur, 4. mars 2008
Brúðguminn (2008)
Eins og ég hef áður fjallað um þá er ég alltaf nokkuð væntingalítill þegar ég fer á íslenskar bíómyndir og hef ég þá langminnstar væntingar til leikaranna. Því eins og ég hef áður sagt, þá eru íslenskir leikarar í bíómyndum afskaplega oft svo greinilega að leika. Leikari X sem leikur karakter Y verður aldrei algjörlega karakter Y á skjánum, heldur alltaf leikari X að leika karakter Y. Ekki alveg nógu gott...
En hvað um það, maður getur ekki alltaf afskráð eitthvað af fyrri reynslu. Hver veit nema að íslenskir leikarar hafi lært eitthvað nýtt.
Sú varð eiginlega ekki raunin.
Hilmir Snær leikur Jón - óttalega óspennandi mann - sem er að gifta sig í annað sinn, nú stúlku (Laufey Elíasdóttir) sem er helmingi yngri en hann sjálfur, foreldrum hennar (Jóhann Sigurðarson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir) til mikillar armæðu. En það er ekki nóg að fylgjast með nýja brúðkaupinu heldur er flakkað um í tíma milli nýja brúðkaupsins og lokum fyrra hjónabandsins, sem á sér bæði stað úti í Flatey. Í fyrstu áttaði ég mig ekki alveg á flassbökkunum og fannst þetta pínulítið ruglandi, en þegar þetta small allt saman flæddi þetta allt nokkuð vel.
En það flæddi ekki allt svona vel. Og það var eins og mig grunaði - samtölin og frammistaða leikaranna fannst mér það lakasta við myndina, og þá sérstaklega frammistaða Hilma Snæs og Ólafs Darra, sem leikur gamlan vin Jóns sem kemur í nýja brúðkaupið. Öll senan þar sem Hilmir tekur á móti Ólafi fannst mér svo þvinguð og óraunveruleg að mér leið hálfóþægilega að horfa á þetta. Þeir voru svo mikið að leika og það fór ekkert milli mála. Þröstur Leó var öllu betri og atriðin með þeim þremenningum voru miklu betri og skemmtilegri og m.a.s mörg hver bara mjög góð og fyndin - sem er ekki sjálfgefið með íslenskar kvikmyndir.
Það er reyndar nokkuð vel sloppið að einungis Ólafur og Hilmir fóru í taugarnar á mér, því hlutverkin eru mörg og stóðu aðrir leikarar sig með prýði. Nema kannski Margrét Vilhjálmsdóttir, en mér finnst hún almennt séð bara ekkert heillandi leikkona.
Ég hef annars afskaplega lítið um þessa mynd að segja, og vil ég meina að það segi meira um myndina en mig sem penna, því myndin var ágætis afþreying en skildi einhvern veginn ekkert mikið eftir sig.
Jón var bara óttalegur aumingi í upphafi myndar og var alveg jafnmikill aumingi í lok hennar, nú bara með nýrri konu. En mörg atriðanna í Flatey voru kostuleg, t.d. næturpartýið.
Þar með er minni þurrustu færslu í dágóðan tíma lokið og ég vona sjálfur að seinni færslur verði áhugaverðari því það eina sem gæti mögulega verið meira óspennandi en að lesa hana er að skrifa hana.
* * 1⁄2 af 5.
En hvað um það, maður getur ekki alltaf afskráð eitthvað af fyrri reynslu. Hver veit nema að íslenskir leikarar hafi lært eitthvað nýtt.
Sú varð eiginlega ekki raunin.
Hilmir Snær leikur Jón - óttalega óspennandi mann - sem er að gifta sig í annað sinn, nú stúlku (Laufey Elíasdóttir) sem er helmingi yngri en hann sjálfur, foreldrum hennar (Jóhann Sigurðarson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir) til mikillar armæðu. En það er ekki nóg að fylgjast með nýja brúðkaupinu heldur er flakkað um í tíma milli nýja brúðkaupsins og lokum fyrra hjónabandsins, sem á sér bæði stað úti í Flatey. Í fyrstu áttaði ég mig ekki alveg á flassbökkunum og fannst þetta pínulítið ruglandi, en þegar þetta small allt saman flæddi þetta allt nokkuð vel.
En það flæddi ekki allt svona vel. Og það var eins og mig grunaði - samtölin og frammistaða leikaranna fannst mér það lakasta við myndina, og þá sérstaklega frammistaða Hilma Snæs og Ólafs Darra, sem leikur gamlan vin Jóns sem kemur í nýja brúðkaupið. Öll senan þar sem Hilmir tekur á móti Ólafi fannst mér svo þvinguð og óraunveruleg að mér leið hálfóþægilega að horfa á þetta. Þeir voru svo mikið að leika og það fór ekkert milli mála. Þröstur Leó var öllu betri og atriðin með þeim þremenningum voru miklu betri og skemmtilegri og m.a.s mörg hver bara mjög góð og fyndin - sem er ekki sjálfgefið með íslenskar kvikmyndir.
Það er reyndar nokkuð vel sloppið að einungis Ólafur og Hilmir fóru í taugarnar á mér, því hlutverkin eru mörg og stóðu aðrir leikarar sig með prýði. Nema kannski Margrét Vilhjálmsdóttir, en mér finnst hún almennt séð bara ekkert heillandi leikkona.
Ég hef annars afskaplega lítið um þessa mynd að segja, og vil ég meina að það segi meira um myndina en mig sem penna, því myndin var ágætis afþreying en skildi einhvern veginn ekkert mikið eftir sig.
Jón var bara óttalegur aumingi í upphafi myndar og var alveg jafnmikill aumingi í lok hennar, nú bara með nýrri konu. En mörg atriðanna í Flatey voru kostuleg, t.d. næturpartýið.
Þar með er minni þurrustu færslu í dágóðan tíma lokið og ég vona sjálfur að seinni færslur verði áhugaverðari því það eina sem gæti mögulega verið meira óspennandi en að lesa hana er að skrifa hana.
* * 1⁄2 af 5.
mánudagur, 3. mars 2008
Funny Games (1997)
Jæja, þar kom að því að maður fór að vinna upp myndirnar sem maður missir af í mánudagstímunum, þ.a. ég geri ráð fyrir því að ég fái loksins smá uppreisn æru í mætingarmálum. Þetta er sumsé fyrsti hluti þess ferlis.
Ég var pínulítið áhyggjufullur þegar ég tvíklikkaði á .avi fælinn sem ég náði mér í, enda var ég búinn að lesa nokkrar færslur samnemenda minna og hið massíva yfirdrull sem myndin fékk á bloggheimum og því leist mér ekki á blikuna. En ég horfði nú á hana samt sem áður.
Ég komst að því eftir nokkrar mínútur að ég hafði þegar horft á treilerinn fyrir bandarísku endurgerðina og hafði þá ákveðið að þetta væri áhugaverð mynd en núna, eftir að hafa séð originalinn er ég ekki viss þar sem endurgerðin virðist vera *nákvæmlega* eins. En ég er ekki þar með að segja að mér hafi fundist originallinn lélegur - mér finnst bara óþarfi að fara tvisvar sinnum á sömu myndina í bíó á mismunandi tungumáli, ég get það á DVD-disknum.
Myndin byrjar verulega vel - alveg frá því titillinn birtist og John Zorn er blastaður í klessu. Mjög skemmtilegur kontrast við klassísku tónlistina sem hafði opnað myndina á rólegan hátt. Hjónin Anna (Susanne Lothar) og Georg (Ulrich Mühe) fara sumsé ásamt syni sínum, Georg (lítill austurískur strákur sem lítur út eins og stelpa), í glæsilegt sumarhús. Þar eru þau heimsótt af tveimur ungum, kurteisum drengjum (altént í fáránlega stuttum stuttbuxum) sem koma í von um að fá lánuð egg. En þeir eru öllu truflaðari en virtist í fyrstu og taka þeir fjölskylduna í gíslingu í einhverjum sjúkum sadistaleik sínum.
Hér eru fyrstu 5 mínútur myndarinnar, sem mér finnst segja afskaplega mikið um hvernig myndin er - róleg en truflandi.
Á þessum kafla er myndin hreinlega verulega góð. Hún er svo raunveruleg, eitthvað, þannig að maður hefur afskaplega mikla samúð með fjölskyldunni, á meðan Paul og Peter fótbrjóta Georg eldri, neyða Önnu til að afklæðast og troða koddaveri yfir höfuðið á Georg yngri. Verulega truflandi.
Það er samt farið afskaplega rólega í allt þetta, þ.a. maður fær aldrei þennan Hollywood hasarfíling, sem er svo hættulegur, heldur verður þetta bara sálfræðilega átakanlegt og ógnvekjandi. En það er ekki þar með sagt að hún sé ekki spennandi, því þegar Georg yngri sleppur út og fer að leita að hjálp með hvítklæddan Paul á eftir sér er verulega taugatrekkjandi. Sérstaklega var ég hrifinn af því þegar Paul kveikir á John Zorn og leitar að Georgi í húsi nágrannanna.
Hvað get ég sagt? Ég fíla John Zorn lagið í myndinni.
En myndin nær ekki að viðhalda þessum taugatrekkjandi sjarma sínum út alla myndina. Því seinni helmingur myndarinnar, allt frá sjúklega langa og hæga stofuskotinu, verður nákvæmlega það - löng og hæg. Ég geng nú ekki svo langt að kalla seinni helminginn ömurlegan eða segja að hann verðskuldi neikvæða stjörnugjöf, en hann var verulega ómerkilegur miðað við fyrri hlutann. En ég verð þó að viðurkenna að mér fannst langa skotið nokkuð töff, þó það væri hægt... mjög hægt.
*Spoilerar framundan*
En greinilega ólíkt mörgum var ég verulega að fíla endinn á myndinni. Ég hef alltaf lúmskt gaman að myndum sem enda ekki eins og að því virðist allar myndir gera. Það var, jú, kannski ögn ótímabært að drepa strákinn fyrstan og lama þannig spennuna, en það var án nokkurs vafa öðruvísi. Og oftar en ekki er ég hrifinn af 'öðruvísi'. Ég var frekar hræddur um þegar Paul og Peter eru búnir að myrða Georg eldri og eru með Önnu bundna á bátnum að nú hlyti Hollywood-stíllinn að ná til Haneke og Anna gengur berserksgang og nær fram einhverri epískri hefnd.
En nei.
Þeir hreinlega taka af henni hnífinn og hrinda henni út í vatnið og drekkja henni.
Góð lausn.
Mér fannst ég ekkert þurfa neina sérstaka ástæðu fyrir leiknum þeirra. Mér fannst alveg nóg að vita að þessir gæjar eru bara snarklikkaðir sadistar. Og síðasta atriðið þegar þeir banka einfaldlega upp á hjá næstu fjölskyldu og biðja um egg - þá varð ég sáttur. Ég er bara nokkuð þreyttur á þessum klassísku, idiot-proof, svart á hvítu, lokuðu, góðu endum. Þ.a. þegar myndir enda illa, þá er ég sáttur - svona oftast nær.
En það var eitt sem fór virkilega í taugarnar á mér. Það var kannski ekkert skelfilega pirrandi í sjálfu sér, en það var bara svo óþarfi að ég skil ekki alveg af hverju því var haldið inni. Ég er að sjálfsögðu að tala um þennan fjórða vegg sem hverfur við og við. Það er bara svo kjánalega óþarft. Sérstaklega lína Peters: „We're not up to feature film length yet. You want a real ending with plausible plot development.“ og helvítis fjarstýringardæmið.
Ég geri ráð fyrir því að pælingin hafi verið að það að kvikmynda „leikinn“ þeirra leggði einfaldlega ennþá meiri áherslu á að þetta var bara einhver sick leikur hjá þeim. Eða jafnvel það að Peter fannst hann vera kvikmyndaður og væri þess vegna að skapa áhugavert og truflandi myndefni. Þ.e.a.s. annað hvort var leikurinn orsök að kvikmyndinni eða afleiðing hennar. En hvort heldur sem er, þá fannst mér það bara óþarfi og hálfkjánalegt.
Og *það* fannst mér vondi punkturinn við þessa annars verulega töff mynd.
* * * af 5.
Ég var pínulítið áhyggjufullur þegar ég tvíklikkaði á .avi fælinn sem ég náði mér í, enda var ég búinn að lesa nokkrar færslur samnemenda minna og hið massíva yfirdrull sem myndin fékk á bloggheimum og því leist mér ekki á blikuna. En ég horfði nú á hana samt sem áður.
Ég komst að því eftir nokkrar mínútur að ég hafði þegar horft á treilerinn fyrir bandarísku endurgerðina og hafði þá ákveðið að þetta væri áhugaverð mynd en núna, eftir að hafa séð originalinn er ég ekki viss þar sem endurgerðin virðist vera *nákvæmlega* eins. En ég er ekki þar með að segja að mér hafi fundist originallinn lélegur - mér finnst bara óþarfi að fara tvisvar sinnum á sömu myndina í bíó á mismunandi tungumáli, ég get það á DVD-disknum.
Myndin byrjar verulega vel - alveg frá því titillinn birtist og John Zorn er blastaður í klessu. Mjög skemmtilegur kontrast við klassísku tónlistina sem hafði opnað myndina á rólegan hátt. Hjónin Anna (Susanne Lothar) og Georg (Ulrich Mühe) fara sumsé ásamt syni sínum, Georg (lítill austurískur strákur sem lítur út eins og stelpa), í glæsilegt sumarhús. Þar eru þau heimsótt af tveimur ungum, kurteisum drengjum (altént í fáránlega stuttum stuttbuxum) sem koma í von um að fá lánuð egg. En þeir eru öllu truflaðari en virtist í fyrstu og taka þeir fjölskylduna í gíslingu í einhverjum sjúkum sadistaleik sínum.
Hér eru fyrstu 5 mínútur myndarinnar, sem mér finnst segja afskaplega mikið um hvernig myndin er - róleg en truflandi.
Á þessum kafla er myndin hreinlega verulega góð. Hún er svo raunveruleg, eitthvað, þannig að maður hefur afskaplega mikla samúð með fjölskyldunni, á meðan Paul og Peter fótbrjóta Georg eldri, neyða Önnu til að afklæðast og troða koddaveri yfir höfuðið á Georg yngri. Verulega truflandi.
Það er samt farið afskaplega rólega í allt þetta, þ.a. maður fær aldrei þennan Hollywood hasarfíling, sem er svo hættulegur, heldur verður þetta bara sálfræðilega átakanlegt og ógnvekjandi. En það er ekki þar með sagt að hún sé ekki spennandi, því þegar Georg yngri sleppur út og fer að leita að hjálp með hvítklæddan Paul á eftir sér er verulega taugatrekkjandi. Sérstaklega var ég hrifinn af því þegar Paul kveikir á John Zorn og leitar að Georgi í húsi nágrannanna.
Hvað get ég sagt? Ég fíla John Zorn lagið í myndinni.
En myndin nær ekki að viðhalda þessum taugatrekkjandi sjarma sínum út alla myndina. Því seinni helmingur myndarinnar, allt frá sjúklega langa og hæga stofuskotinu, verður nákvæmlega það - löng og hæg. Ég geng nú ekki svo langt að kalla seinni helminginn ömurlegan eða segja að hann verðskuldi neikvæða stjörnugjöf, en hann var verulega ómerkilegur miðað við fyrri hlutann. En ég verð þó að viðurkenna að mér fannst langa skotið nokkuð töff, þó það væri hægt... mjög hægt.
*Spoilerar framundan*
En greinilega ólíkt mörgum var ég verulega að fíla endinn á myndinni. Ég hef alltaf lúmskt gaman að myndum sem enda ekki eins og að því virðist allar myndir gera. Það var, jú, kannski ögn ótímabært að drepa strákinn fyrstan og lama þannig spennuna, en það var án nokkurs vafa öðruvísi. Og oftar en ekki er ég hrifinn af 'öðruvísi'. Ég var frekar hræddur um þegar Paul og Peter eru búnir að myrða Georg eldri og eru með Önnu bundna á bátnum að nú hlyti Hollywood-stíllinn að ná til Haneke og Anna gengur berserksgang og nær fram einhverri epískri hefnd.
En nei.
Þeir hreinlega taka af henni hnífinn og hrinda henni út í vatnið og drekkja henni.
Góð lausn.
Mér fannst ég ekkert þurfa neina sérstaka ástæðu fyrir leiknum þeirra. Mér fannst alveg nóg að vita að þessir gæjar eru bara snarklikkaðir sadistar. Og síðasta atriðið þegar þeir banka einfaldlega upp á hjá næstu fjölskyldu og biðja um egg - þá varð ég sáttur. Ég er bara nokkuð þreyttur á þessum klassísku, idiot-proof, svart á hvítu, lokuðu, góðu endum. Þ.a. þegar myndir enda illa, þá er ég sáttur - svona oftast nær.
En það var eitt sem fór virkilega í taugarnar á mér. Það var kannski ekkert skelfilega pirrandi í sjálfu sér, en það var bara svo óþarfi að ég skil ekki alveg af hverju því var haldið inni. Ég er að sjálfsögðu að tala um þennan fjórða vegg sem hverfur við og við. Það er bara svo kjánalega óþarft. Sérstaklega lína Peters: „We're not up to feature film length yet. You want a real ending with plausible plot development.“ og helvítis fjarstýringardæmið.
Ég geri ráð fyrir því að pælingin hafi verið að það að kvikmynda „leikinn“ þeirra leggði einfaldlega ennþá meiri áherslu á að þetta var bara einhver sick leikur hjá þeim. Eða jafnvel það að Peter fannst hann vera kvikmyndaður og væri þess vegna að skapa áhugavert og truflandi myndefni. Þ.e.a.s. annað hvort var leikurinn orsök að kvikmyndinni eða afleiðing hennar. En hvort heldur sem er, þá fannst mér það bara óþarfi og hálfkjánalegt.
Og *það* fannst mér vondi punkturinn við þessa annars verulega töff mynd.
* * * af 5.
No Country for Old Men
Ég ætla bara að skella mér beint í pönchlínu færslunnar: Mikið djöfull er þetta góð mynd!
Ég var voða lítið búinn að kynna mér myndina fyrirfram (fyrir utan einkuninna á IMDB sem var náttúrulega ekki slæm hvatning) og vissi því voða lítið hvað ég var að fara að sjá. Ég hafði kannski ekki sem mestu trú á Coen bræðrum eftir Ladykillers klúðrið en ákvað samt að gefa þeim séns þar sem O Brother, Where Art Thou, The Big Lebowski og Fargo eru ekkert nema snilld. Mikið djöfull er ég sáttur við þann séns!
Til að „ríkappa“ söguþráðinn í sem fæstum orðum, þá finnur Llewelyn Moss (Josh Brolin) tösku fulla af peningum eftir misheppnaða eiturlyfjasölu og er að flýja undan svalasta vonda kalli síðustu ára(-tuga, jafnvel), Anton Chigurh (Javier Bordem). Tommy Lee Jones leikur svo lögreglustjórann Ed Tom Bell sem dandalast svolítið utan aðalatburðarásarinnar. Afskaplega einfalt plott í sjálfu sér en sjitt, hvað það virkaði.
Allt útlit myndarinnar er verulega töff. Allt tómlega, þurra landslagið í eyðimerkuratriðunum, einföldu og þurru mótel- og hótelherbergin og allar persónur líta verulega vel út. Aldrei hefur nokkur maður púllað jafn ljóta hárgreiðslu en verið jafn svalur og Javier Bordem. Sem færir mig að aðalaðdáunarefni myndarinnar.
Anton Chigurh er svalasti vondi kall síðan Hannibal Lecter. Og þá á ég við „Silence of the Lambs“- Hannibal Lecter, ekki „Red Dragon“- Hannibal Lecter. Hann er svo yndislega sjúkur og sálarlaus að maður getur ekki annað en fyllst lotningu fyrir svo miklu illmenni. Ég man ekki eftir að hafa séð Javier Bardem nokkurn tímann áður en ég mun aldrei gleyma því nafni aftur, svo góður var hann. Ég meina, hvernig geturðu ekki borið óttablandna virðingu fyrir þessum manni:
Einskær snilld. Svo sannarlega að Óskarnum sínum kominn.
Og það er öll myndin, í raun og veru. Handritið er frábært. Allur díalógur verulega flottur en samt hálfkjánalega hnyttinn eins og Coen bræður eiga til að verða. Minnti mig gjarnan á Fargo - sem er ekki vond tenging.
En það var einn gígantískur, svartur, svartur blettur á sýningunni á hverjum hvorki Coen bræður né nokkur leikaranna bera einhverja ábyrgð. Í frábæru hótel-showdowni sem er eflaust eitt af mest spennandi atriðum sem ég man eftir skríður Josh Brolin út um glugga í ofvæni og stemning er myrt svo kaldranalega að það var eins og að stappa á kettlingum.
Þetta var versta hlé sögunnar.
En ég verð samt að vanda orðalag mitt hér því annars gæti ég misskilist, vegna þess að ÖLL hlé eru ekkert nema argasti viðbjóður og mesti moodkiller sem fyrirfinnst! Og af hverju? Svo fólk geti fengið sér annan popppoka og lakkrísreimar. Ég hef lengi hatað hlé, eins og sambíóferðafólk mitt veit mætavel og kemst að aftur og aftur í hvert einasta sinn sem ljósin kvikna og listaverkið á tjaldinu skemmt í þágu sætinda og græðgi.
En allt í lagi, ég skil svo sem það að hafa hlé á myndum sem eru 180 mínútur og lengri því sumir geta hreinlega ekki haldið í sér svo lengi og eru greinilega ekki nógu forsjálir til að létta á sér fyrir helvítis sýninguna. En allt í lagi, ég skil það. En þegar myndir undir þeirri lengd eru klipptar í tvennt bara til að græða nokkra þúsundkalla er bara skandall.
Ég meina, þetta er eins og að fara út að borða og í miðju kafi er maturinn tekinn af þér og þér bent á að salatbarinn er nú opinn. 10 mínútum síðar færðu svo matinn aftur og borðar nú kaldan og óspennandi afganginn.
Að fólk skuli taka þátt í svona kjaftæði, það skil ég ekki.
Nú ímynda ég mér bara hve góð myndin hefði verið hefði mest spennandi hasarsena síðustu ára ekki verið fleyguð af spjallandi bíógestum og leiðindarauli Hjálma í hátalarakerfinu. Þrátt fyrir það nær hún samt í fullt hús stiga í mínum bókum, sem sýnir bersýnilega hve geðveik þessi mynd er. Og bara til að endurtaka hve frábær Javier Bardem er:
Djöfulsins snilld.
* * * * * af 5.
Ég var voða lítið búinn að kynna mér myndina fyrirfram (fyrir utan einkuninna á IMDB sem var náttúrulega ekki slæm hvatning) og vissi því voða lítið hvað ég var að fara að sjá. Ég hafði kannski ekki sem mestu trú á Coen bræðrum eftir Ladykillers klúðrið en ákvað samt að gefa þeim séns þar sem O Brother, Where Art Thou, The Big Lebowski og Fargo eru ekkert nema snilld. Mikið djöfull er ég sáttur við þann séns!
Til að „ríkappa“ söguþráðinn í sem fæstum orðum, þá finnur Llewelyn Moss (Josh Brolin) tösku fulla af peningum eftir misheppnaða eiturlyfjasölu og er að flýja undan svalasta vonda kalli síðustu ára(-tuga, jafnvel), Anton Chigurh (Javier Bordem). Tommy Lee Jones leikur svo lögreglustjórann Ed Tom Bell sem dandalast svolítið utan aðalatburðarásarinnar. Afskaplega einfalt plott í sjálfu sér en sjitt, hvað það virkaði.
Allt útlit myndarinnar er verulega töff. Allt tómlega, þurra landslagið í eyðimerkuratriðunum, einföldu og þurru mótel- og hótelherbergin og allar persónur líta verulega vel út. Aldrei hefur nokkur maður púllað jafn ljóta hárgreiðslu en verið jafn svalur og Javier Bordem. Sem færir mig að aðalaðdáunarefni myndarinnar.
Anton Chigurh er svalasti vondi kall síðan Hannibal Lecter. Og þá á ég við „Silence of the Lambs“- Hannibal Lecter, ekki „Red Dragon“- Hannibal Lecter. Hann er svo yndislega sjúkur og sálarlaus að maður getur ekki annað en fyllst lotningu fyrir svo miklu illmenni. Ég man ekki eftir að hafa séð Javier Bardem nokkurn tímann áður en ég mun aldrei gleyma því nafni aftur, svo góður var hann. Ég meina, hvernig geturðu ekki borið óttablandna virðingu fyrir þessum manni:
Einskær snilld. Svo sannarlega að Óskarnum sínum kominn.
Og það er öll myndin, í raun og veru. Handritið er frábært. Allur díalógur verulega flottur en samt hálfkjánalega hnyttinn eins og Coen bræður eiga til að verða. Minnti mig gjarnan á Fargo - sem er ekki vond tenging.
En það var einn gígantískur, svartur, svartur blettur á sýningunni á hverjum hvorki Coen bræður né nokkur leikaranna bera einhverja ábyrgð. Í frábæru hótel-showdowni sem er eflaust eitt af mest spennandi atriðum sem ég man eftir skríður Josh Brolin út um glugga í ofvæni og stemning er myrt svo kaldranalega að það var eins og að stappa á kettlingum.
Þetta var versta hlé sögunnar.
En ég verð samt að vanda orðalag mitt hér því annars gæti ég misskilist, vegna þess að ÖLL hlé eru ekkert nema argasti viðbjóður og mesti moodkiller sem fyrirfinnst! Og af hverju? Svo fólk geti fengið sér annan popppoka og lakkrísreimar. Ég hef lengi hatað hlé, eins og sambíóferðafólk mitt veit mætavel og kemst að aftur og aftur í hvert einasta sinn sem ljósin kvikna og listaverkið á tjaldinu skemmt í þágu sætinda og græðgi.
En allt í lagi, ég skil svo sem það að hafa hlé á myndum sem eru 180 mínútur og lengri því sumir geta hreinlega ekki haldið í sér svo lengi og eru greinilega ekki nógu forsjálir til að létta á sér fyrir helvítis sýninguna. En allt í lagi, ég skil það. En þegar myndir undir þeirri lengd eru klipptar í tvennt bara til að græða nokkra þúsundkalla er bara skandall.
Ég meina, þetta er eins og að fara út að borða og í miðju kafi er maturinn tekinn af þér og þér bent á að salatbarinn er nú opinn. 10 mínútum síðar færðu svo matinn aftur og borðar nú kaldan og óspennandi afganginn.
Að fólk skuli taka þátt í svona kjaftæði, það skil ég ekki.
Nú ímynda ég mér bara hve góð myndin hefði verið hefði mest spennandi hasarsena síðustu ára ekki verið fleyguð af spjallandi bíógestum og leiðindarauli Hjálma í hátalarakerfinu. Þrátt fyrir það nær hún samt í fullt hús stiga í mínum bókum, sem sýnir bersýnilega hve geðveik þessi mynd er. Og bara til að endurtaka hve frábær Javier Bardem er:
Djöfulsins snilld.
* * * * * af 5.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)